Felldu háttsettan byltingarvörð í loftárás í Damaskus Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 10:03 Ísrelsk herþota yfir Gasaströndinni. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AP/Leo Correa Ísraelar gerðu í morgun loftárás á Damaskus, höfuðborg Sýrlands, og eru þeir sagðir hafa fellt minnst einn háttsettan meðlim byltingarvarða íranska hersins. Ísraelar gera reglulega árásir í Sýrlandi, sem beinast iðulega gegn Írönum þar, en árásir að degi til eru sjaldgæfar. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi og hafa þar stutt Bashar al-Assad, forseta, gegn uppreisnarmönnum. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Large explosion reported in Damascus, Syria. https://t.co/KF9UNvyDxx— Faytuks News (@Faytuks) January 20, 2024 Aukinn kraftur hefur þó verið settur í árásir Ísraela í Sýrlandi og í Líbanon á undanförnum vikum og hafa þær verið banvænari en áður. Sjá einnig: Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Myndefni frá Damaskus sýnir að íbúðarhús virðist hafa hrunið í árásinni. Heimildarmaður Reuters í Damascus segir umrætt hús hafa verið notað af írönskum hernaðarráðgjöfum í Sýrlandi. AFP fréttaveitan vísar í íranska miðla, sem segja tvo meðlimi Byltingarvarðanna hafa fallið í árásinni. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta árásir í Sýrlandi, segja fimm hafa fallið í árásinni. Leiðtogar samtaka sem tengjast Íran hafi verið á fundi í húsinu. Íranskir miðlar segja leiðtoga íraksks vígahóps einnig hafa verið í húsinu. Fregnir hafa einnig borist af særðu fólki. Mikil spenna Mikil spenna er í Mið-Austurlöndum þessa dagana og hefur sprengjum verið varpað víða. Frá því Ísraelar hófu mannskæðan hernað sinn á Gasaströndinni hafa ráðamenn víðsvegar um heiminn haft áhyggjur af því að átökin dreifist um Mið-Austurlönd og þar hefur helsta hættan verið á átökum milli Ísraela og Hesbollah. Sveitir tengdar Íran hafa einnig gert árásir á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi og hefur þeim árásum verið svarað með loftárásum Bandaríkjamanna á Írana í Sýrlandi. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa einnig gert árásir á uppreisnarmenn Húta í Jemen, vegna eldflauga- og drónaárása þeirra á fraktskip á Rauðahafi og annarsstaðar undan ströndum Jemen. Íranar skutu einnig nýverið eldflaugum að Írak og Pakistan en þeir síðastnefndu svöruðu með eigin skothríð á Íran. Sýrland Ísrael Íran Írak Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27 Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira
Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi og hafa þar stutt Bashar al-Assad, forseta, gegn uppreisnarmönnum. Hersveitir þessar flytja þar að auki vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd, eins og Hesbollah í Líbanon og Sýrlandi, Húta í Jemen og aðra hópa í Írak. Large explosion reported in Damascus, Syria. https://t.co/KF9UNvyDxx— Faytuks News (@Faytuks) January 20, 2024 Aukinn kraftur hefur þó verið settur í árásir Ísraela í Sýrlandi og í Líbanon á undanförnum vikum og hafa þær verið banvænari en áður. Sjá einnig: Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Myndefni frá Damaskus sýnir að íbúðarhús virðist hafa hrunið í árásinni. Heimildarmaður Reuters í Damascus segir umrætt hús hafa verið notað af írönskum hernaðarráðgjöfum í Sýrlandi. AFP fréttaveitan vísar í íranska miðla, sem segja tvo meðlimi Byltingarvarðanna hafa fallið í árásinni. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta árásir í Sýrlandi, segja fimm hafa fallið í árásinni. Leiðtogar samtaka sem tengjast Íran hafi verið á fundi í húsinu. Íranskir miðlar segja leiðtoga íraksks vígahóps einnig hafa verið í húsinu. Fregnir hafa einnig borist af særðu fólki. Mikil spenna Mikil spenna er í Mið-Austurlöndum þessa dagana og hefur sprengjum verið varpað víða. Frá því Ísraelar hófu mannskæðan hernað sinn á Gasaströndinni hafa ráðamenn víðsvegar um heiminn haft áhyggjur af því að átökin dreifist um Mið-Austurlönd og þar hefur helsta hættan verið á átökum milli Ísraela og Hesbollah. Sveitir tengdar Íran hafa einnig gert árásir á bandaríska hermenn í Írak og í Sýrlandi og hefur þeim árásum verið svarað með loftárásum Bandaríkjamanna á Írana í Sýrlandi. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa einnig gert árásir á uppreisnarmenn Húta í Jemen, vegna eldflauga- og drónaárása þeirra á fraktskip á Rauðahafi og annarsstaðar undan ströndum Jemen. Íranar skutu einnig nýverið eldflaugum að Írak og Pakistan en þeir síðastnefndu svöruðu með eigin skothríð á Íran.
Sýrland Ísrael Íran Írak Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03 Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51 Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27 Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55 Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira
Engan bilbug á Hútum að finna þrátt fyrir árásir Bandaríkjanna Bandaríski herinn hélt árásum sínum á Húta í Jemen áfram í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir árásirnar, sem nú eru orðnar fimm á einni viku, ekki hafa borið tilætlaðan árangur. 19. janúar 2024 08:03
Gerðu árásir á Húta í fjórða sinn á viku Bandaríkjamenn gerðu í nótt árásir á Húta í Jemen. Það var í fjórða sinn á viku sem eldflaugum er skotið að uppreisnarmönnunum, sem hafa verið að gera árásir á fraktskip á Rauðahafi og Adeanflóa. Árásirnar voru gerðar í kjölfar þess að yfirvöld í Bandaríkjunum skilgreindu Húta sem hryðjuverkasamtök á nýjan leik. 18. janúar 2024 09:51
Pakistan svarar fyrir sig Pakistan svaraði eldflaugaárásum, sem Íran gerði á landið í fyrradag, í sömu mynt í gærkvöldi. Að sögn pakistanskra yfirvalda var spjótunum beint að hryðjuverkahópum, sem lægju í felum í héraðinu Sistan-o-Balochistan sem á landamæri að Pakistan. 18. janúar 2024 06:27
Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. 17. janúar 2024 06:55
Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41