Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2024 18:45 Frá hægri: Sigurður Örn, Edda Björk, og Hildur Sólveig. Samsett Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er síminn sem um ræðir í eigu Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm í Noregi á dögunum fyrir að nema börn sín á brott. Lögreglan lagði hald á símann þegar Hildur var handtekin, þann 21. desember í samþættum aðgerðum lögreglu sem urðu meðal annars til þess að synir Eddu Bjarkar fundust og voru fluttir til föður síns. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þinghaldið skuli vera lokað. Í úrskurði héraðsdóms segir að þegar málið hafi átt að vera tekið fyrir hafi Sigurður verið viðstaddur í dómsal. Saksóknari, fyrir hönd lögreglustórans á höfuðborgarsvæðinu, mótmælti viðveru hans, en ekki verjandi Hildar. Sigurður hélt því fram að aðkoma hans væri „einvörðungu í þágu lögmannastéttarinnar“ enda sé hann formaður lögmannafélagsins. Honum þætti því mikilvægt að fá kost á að fylgjast með þinghaldinu, og benti á að hann væri bundinn þagnarskyldu um það sem leynt ætti að fara. Dómari sagði hins vegar að þinghaldið skyldi vera lokað og krafðist Sigurður úrskurðar þess til staðfestingar. Hver sem er geti mætt sé þinghaldið opið Í skriflegum úrskurði segir að ákvörðunin byggi á því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að „fyrirsjáanlegt verði að farið verði yfir gögn sem eðli málsins samkvæmt þarf að ríkja trúnaður um.“ Dómari hafi því ekki séð sér fært að hafa þinghaldið opið, en þá væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, sem væru ekki í sömu stöðu og Sigurður, sem formaður lögmannafélagsins, myndu fylgjast með þinghaldinu sem gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins. Mál Eddu Bjarkar Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er síminn sem um ræðir í eigu Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm í Noregi á dögunum fyrir að nema börn sín á brott. Lögreglan lagði hald á símann þegar Hildur var handtekin, þann 21. desember í samþættum aðgerðum lögreglu sem urðu meðal annars til þess að synir Eddu Bjarkar fundust og voru fluttir til föður síns. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þinghaldið skuli vera lokað. Í úrskurði héraðsdóms segir að þegar málið hafi átt að vera tekið fyrir hafi Sigurður verið viðstaddur í dómsal. Saksóknari, fyrir hönd lögreglustórans á höfuðborgarsvæðinu, mótmælti viðveru hans, en ekki verjandi Hildar. Sigurður hélt því fram að aðkoma hans væri „einvörðungu í þágu lögmannastéttarinnar“ enda sé hann formaður lögmannafélagsins. Honum þætti því mikilvægt að fá kost á að fylgjast með þinghaldinu, og benti á að hann væri bundinn þagnarskyldu um það sem leynt ætti að fara. Dómari sagði hins vegar að þinghaldið skyldi vera lokað og krafðist Sigurður úrskurðar þess til staðfestingar. Hver sem er geti mætt sé þinghaldið opið Í skriflegum úrskurði segir að ákvörðunin byggi á því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að „fyrirsjáanlegt verði að farið verði yfir gögn sem eðli málsins samkvæmt þarf að ríkja trúnaður um.“ Dómari hafi því ekki séð sér fært að hafa þinghaldið opið, en þá væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, sem væru ekki í sömu stöðu og Sigurður, sem formaður lögmannafélagsins, myndu fylgjast með þinghaldinu sem gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins.
Mál Eddu Bjarkar Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30