Lögregla hafi farið langt yfir eðlileg mörk með handtöku lögmanns Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 14:40 Hildur Sólveig Pétursdóttir var handtekin í tengslum starfa hennar fyrir Eddu Björk. Vísir Lögmenn á Landi lögmönnum, lögmannsstofu sem þrír lögreglumenn mættu á í gær og handtóku einn lögmann, segja engan vafa leika í huga þeirra á því að lögreglan hafi með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög. Þetta segir í yfirlýsingu Lands lögmanna en tilefnið er handtaka Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur. Hún var handtekin í gær ásamt systur Eddu Bjarkar eftir að synir Eddu Bjarkar fundust. Synir Eddu Bjarkar fóru þrír til Noregs í gær í fylgd með föður þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem barst laust fyrir klukkan 15 í dag, segir að fjórir hafi verið handteknir í heildina í tengslum við aðgerðir lögreglu í gær. Þeir hafi verið fluttir til skýrslutöku en sleppt að þeim loknum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Heimildir Vísis herma að Karl Udo Luckas, maki Eddu Bjarkar, hafi verið meðal þeirra handteknu en ekki liggur fyrir hver sá fjórði er. Hafa farið vel yfir atvik Í yfirlýsingu lögmannsstofunnar segir að handtökuna megi rekja til þess að umræddur lögmaður hafi gætt hagsmuna móður sem staðið hefur í harðri deilu við barnsföður sinn í Noregi vegna afhendingar þriggja barna þeirra og málið hafi ratað ítrekað í fjölmiðla. „Eftir að hafa farið vel yfir atvik gærdagsins og störf lögmannsins í þágu umbjóðanda síns, meðal annars með hliðsjón af þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa lögum samkvæmt við alla umbjóðendur sína, leikur enginn vafi á því í huga samstarfsmanna lögmannsins að lögreglan hefur með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.“ Harkalegar aðgerðir Samkvæmt 22. grein laga um lögmenn beri lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „Í því ljósi beri að skoða þessar harkalegu aðgerðir lögreglunnar gegn lögmanni, sem rækir starfa sinn innan ramma laganna og eftir þeim leiðum sem lögin heimila.“ Lögreglan þekki þessar mikilvægu skyldur vel. Þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að draga þá ályktun að með aðgerðum sínum hafi lögreglan hugsanlega ætlað að tryggja að umræddur lögmaður gæti ekki sinnt starfi sínu og skyldum, í þágu umbjóðanda síns, meðan synir umbjóðandans voru teknir með lögregluvaldi og fluttir úr landi, á sama tíma og lögmaðurinn var í haldi. „Lögmæti þessara aðgerða lögreglunnar verður að skoða og vinnubrögðin kunna að hafa afleiðingar. Munu lögmenn stofunnar standa þétt við bakið á lögmanninum í þeim skrefum sem verða tekin í framhaldinu.“ Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu. Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Lögmennska Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu Lands lögmanna en tilefnið er handtaka Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur. Hún var handtekin í gær ásamt systur Eddu Bjarkar eftir að synir Eddu Bjarkar fundust. Synir Eddu Bjarkar fóru þrír til Noregs í gær í fylgd með föður þeirra. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem barst laust fyrir klukkan 15 í dag, segir að fjórir hafi verið handteknir í heildina í tengslum við aðgerðir lögreglu í gær. Þeir hafi verið fluttir til skýrslutöku en sleppt að þeim loknum. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið. Heimildir Vísis herma að Karl Udo Luckas, maki Eddu Bjarkar, hafi verið meðal þeirra handteknu en ekki liggur fyrir hver sá fjórði er. Hafa farið vel yfir atvik Í yfirlýsingu lögmannsstofunnar segir að handtökuna megi rekja til þess að umræddur lögmaður hafi gætt hagsmuna móður sem staðið hefur í harðri deilu við barnsföður sinn í Noregi vegna afhendingar þriggja barna þeirra og málið hafi ratað ítrekað í fjölmiðla. „Eftir að hafa farið vel yfir atvik gærdagsins og störf lögmannsins í þágu umbjóðanda síns, meðal annars með hliðsjón af þeirri trúnaðarskyldu sem lögmenn hafa lögum samkvæmt við alla umbjóðendur sína, leikur enginn vafi á því í huga samstarfsmanna lögmannsins að lögreglan hefur með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög.“ Harkalegar aðgerðir Samkvæmt 22. grein laga um lögmenn beri lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. „Í því ljósi beri að skoða þessar harkalegu aðgerðir lögreglunnar gegn lögmanni, sem rækir starfa sinn innan ramma laganna og eftir þeim leiðum sem lögin heimila.“ Lögreglan þekki þessar mikilvægu skyldur vel. Þar af leiðandi verði ekki komist hjá því að draga þá ályktun að með aðgerðum sínum hafi lögreglan hugsanlega ætlað að tryggja að umræddur lögmaður gæti ekki sinnt starfi sínu og skyldum, í þágu umbjóðanda síns, meðan synir umbjóðandans voru teknir með lögregluvaldi og fluttir úr landi, á sama tíma og lögmaðurinn var í haldi. „Lögmæti þessara aðgerða lögreglunnar verður að skoða og vinnubrögðin kunna að hafa afleiðingar. Munu lögmenn stofunnar standa þétt við bakið á lögmanninum í þeim skrefum sem verða tekin í framhaldinu.“ Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá lögreglu.
Lögreglumál Lögreglan Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Lögmennska Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira