Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2024 17:23 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Logi Einarsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, voru í Pallborðinu í dag. Vísir/Ívar Fannar Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Í Pallborðinu í dag, þar sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar mættu til leiks, sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, að flokkur hans hefði engan áhuga á pólitískum óstöðugleika við þær aðstæður sem nú væru uppi, og vísaði þar til Grindavíkur. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að flokkar þvert á stjórn og stjórnarandstöðu eru einhuga um verkefnin varðandi Grindavík, og við getum alveg keyrt þau áfram þó svo að sigli í kosningar,“ sagði Logi. Pólitíski óstöðugleikinn birtist hins vegar innan ríkisstjórnarinnar, sem „kemur fram á hverjum morgni eins og ástlaus og örg hjón sem garga á hvert annað, og geta ekki komið fram með þær nauðsynlegu aðgerðir sem þarf til, til dæmis til að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Logi. Burtséð frá atburðum í Grindavík, sem Logi segir að allir flokkar á þingi geti unnið saman að því að bregðast við, þá sé ríkisstjórnin sjálf ljónið í veginum í svo mörgum öðrum málum. Ríkisstjórnin ósammála sjálfri sér í grundvallaratriðum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir það með Loga að ekki þyrfti nákvæmlega þessa ríkisstjórn til að bregðast við neyðarástandi í Grindavík. „Og það þarf ekki þessa ríkisstjórn til að takast á við verkalýðshreyfinguna, vegna þess að verkalýðshreyfingin er bara mjög skýr með hvað hún þarf. Það sem flækir málin líka er að þau eru ekki innbyrðis sammála um að það eigi að vera gott og öruggt og tryggt velferðarkerfi á Íslandi,“ sagði Þórhildur Sunna. Pallborðsþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Eins má hlusta á Pallborðið á Spotify. Pallborðið Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í Pallborðinu í dag, þar sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar mættu til leiks, sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, að flokkur hans hefði engan áhuga á pólitískum óstöðugleika við þær aðstæður sem nú væru uppi, og vísaði þar til Grindavíkur. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að flokkar þvert á stjórn og stjórnarandstöðu eru einhuga um verkefnin varðandi Grindavík, og við getum alveg keyrt þau áfram þó svo að sigli í kosningar,“ sagði Logi. Pólitíski óstöðugleikinn birtist hins vegar innan ríkisstjórnarinnar, sem „kemur fram á hverjum morgni eins og ástlaus og örg hjón sem garga á hvert annað, og geta ekki komið fram með þær nauðsynlegu aðgerðir sem þarf til, til dæmis til að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Logi. Burtséð frá atburðum í Grindavík, sem Logi segir að allir flokkar á þingi geti unnið saman að því að bregðast við, þá sé ríkisstjórnin sjálf ljónið í veginum í svo mörgum öðrum málum. Ríkisstjórnin ósammála sjálfri sér í grundvallaratriðum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir það með Loga að ekki þyrfti nákvæmlega þessa ríkisstjórn til að bregðast við neyðarástandi í Grindavík. „Og það þarf ekki þessa ríkisstjórn til að takast á við verkalýðshreyfinguna, vegna þess að verkalýðshreyfingin er bara mjög skýr með hvað hún þarf. Það sem flækir málin líka er að þau eru ekki innbyrðis sammála um að það eigi að vera gott og öruggt og tryggt velferðarkerfi á Íslandi,“ sagði Þórhildur Sunna. Pallborðsþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Eins má hlusta á Pallborðið á Spotify.
Pallborðið Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira