Erlent

Aur­skriða varð minnst 34 að bana

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Leit af fólki í rústunum stóð yfir í dag.
Leit af fólki í rústunum stóð yfir í dag. AP

Að minnsta kosti 34 létust og tugir slösuðust þegar aurskriða féll á fjölförnum þjóðvegi í Kólumbíu í gær. 

Aurskriðan, sem féll í kjölfar mikillar úrkomu í norðvesturhluta Kólumbíu, hæfði akbraut sem tengir saman borgirnar Quibdo og Medellin í héraðinu Choco. 

Björgunaraðgerðir standa enn yfir við rústirnar. Í yfirlýsingu frá kólumbískum yfirvöldum segir að nokkrir bílar á veginum hefðu orðið alveg undir skriðunni. 

Francia Márquez, varaforseti Kólumbíu, sagði á samfélagsmiðlinum X að þó nokkur börn hafi verið meðal látinna. Hún gaf þó ekki upp fjölda þeirra. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×