Enski boltinn

Jadon Sancho lánaður til Dortmund

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jadon Sancho fær vonandi að spila eitthvað hjá Dortmund en hann fékk það ekki hjá Manchester United.
Jadon Sancho fær vonandi að spila eitthvað hjá Dortmund en hann fékk það ekki hjá Manchester United. Getty/Stu Forster

Manchester United hefur náð samkomulagi við þýska liðið Borussia Dortmund um að Sancho fari þangað á láni út tímabilið.

United keypti Sancho á sínum tíma frá Dortmund á 73 milljónir punda eftir að enski vængmaðurinn hafði farið á kostum með þýska liðinu. Sancho hefur aftur á móti ekki fundið sig í búningi Manchester United og endaði síðan á því að komast í ónáð hjá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag.

Sancho gagnrýndi Ten Hag opinberlega í september og hefur ekki spilað með United liðinu síðan.

Fótboltafréttahaukurinn Fabrizio Romano hefur nú staðfest það með „Here we go“ að allt sé klappað og klárt.

Dortmund mun borga þrjár milljónir punda fyrir lánssamninginn en auk þess taka þátt í að greiða launin hans Sancho.

Upphæðin gæti hækkað ef Dortmund nær betri árangri og Sancho spilar ákveðna marga leiki með liðinu.

Sancho er samt ekki í leikformi því hann hefur aðeins spilað í 76 mínútur á leiktíðinni og þær mínútur komu allar í ágústmánuði á síðasta ári.

Sancho þekkir á móti vel til hjá Dortmund þar sem hann var í hópi bestu leikmanna þýsku deildarinnar með 50 mörk og 64 stoðsendingar í 137 leikjum. Hann er með 12 mörk og 6 stoðsendingar og 82 leikjum með Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×