Selenskí boðar stóraukna vopnaframleiðslu á nýju ári Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2024 07:51 Vólódómír Selenskí hefur hvatt Vesturlönd til að halda stuðningi sínum við Úkraínu áfram. AP Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur heitið því að eigin vopnaframleiðsla Úkraínumanna muni stóraukast á nýju ári. Selenskí greindi frá þessu í nýársávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gær. Sagði hann að Úkraínumenn myndu smíða milljón dróna hið minnsta á árinu 2024 sem yrðu notaðir í stríðsrekstrinum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Árásir Rússa héldu áfram í gær þar sem fréttir hafa borist af því að fimm hafi látið lífið, annars vegar í Odesa í suðurhluta landsins og svo í Donetsk-héraði í austri. „Á næsta ári mun óvinurinn finna fyrir heift innlendrar framleiðslu,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu. Sagði hann að auk þess að framleiða rúmlega milljón dróna á nýju ári þá muni úkraínski herinn fá sendar F-16 orrustuþotur frá vestrænum bandamönnum sínum. „Orrustuflugmenn okkar eru nú þegar að ná góðum tökum á F-16 og við munum klárlega sjá þær í loftrými okkar,“ sagði Selenskí sem hvatti jafnframt Vesturlönd til að halda stuðningi sínum við Úkráinu áfram á nýju ári. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sína í Úkraínu á síðustu dögum. Rússneski herinn stóð fyrir samhæfðum árásum víða um Úkraínu á föstudag þar sem 39 létu lífið í höfuðborginni Kænugarði og var árásunum lýst sem umfangsmestu loftárásum Rússa á úkraínsku höfuðborgina frá upphafi innrásar. Úkraínuher svaraði árásunum með loftárásir á borgina Belgorod í suðvesturhluta Rússlands. Er talið að 24 hafi látist og á annað hundrað hafi særst í þeim árásum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31. desember 2023 12:12 Fleiri látnir í loftárás á rússnesku borgina Belgorod Átján manns létu lífið í árás Úkraínumanna á rússnesku borginni Belgorod í dag. Þar af þrjú börn, samkvæmt rússneskum yfirvöldum. Einnig særðust 111 manns. 30. desember 2023 21:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Selenskí greindi frá þessu í nýársávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gær. Sagði hann að Úkraínumenn myndu smíða milljón dróna hið minnsta á árinu 2024 sem yrðu notaðir í stríðsrekstrinum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Árásir Rússa héldu áfram í gær þar sem fréttir hafa borist af því að fimm hafi látið lífið, annars vegar í Odesa í suðurhluta landsins og svo í Donetsk-héraði í austri. „Á næsta ári mun óvinurinn finna fyrir heift innlendrar framleiðslu,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu. Sagði hann að auk þess að framleiða rúmlega milljón dróna á nýju ári þá muni úkraínski herinn fá sendar F-16 orrustuþotur frá vestrænum bandamönnum sínum. „Orrustuflugmenn okkar eru nú þegar að ná góðum tökum á F-16 og við munum klárlega sjá þær í loftrými okkar,“ sagði Selenskí sem hvatti jafnframt Vesturlönd til að halda stuðningi sínum við Úkráinu áfram á nýju ári. Rússar hafa sett aukinn kraft í árásir sína í Úkraínu á síðustu dögum. Rússneski herinn stóð fyrir samhæfðum árásum víða um Úkraínu á föstudag þar sem 39 létu lífið í höfuðborginni Kænugarði og var árásunum lýst sem umfangsmestu loftárásum Rússa á úkraínsku höfuðborgina frá upphafi innrásar. Úkraínuher svaraði árásunum með loftárásir á borgina Belgorod í suðvesturhluta Rússlands. Er talið að 24 hafi látist og á annað hundrað hafi særst í þeim árásum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31. desember 2023 12:12 Fleiri látnir í loftárás á rússnesku borgina Belgorod Átján manns létu lífið í árás Úkraínumanna á rússnesku borginni Belgorod í dag. Þar af þrjú börn, samkvæmt rússneskum yfirvöldum. Einnig særðust 111 manns. 30. desember 2023 21:44 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. 31. desember 2023 12:12
Fleiri látnir í loftárás á rússnesku borgina Belgorod Átján manns létu lífið í árás Úkraínumanna á rússnesku borginni Belgorod í dag. Þar af þrjú börn, samkvæmt rússneskum yfirvöldum. Einnig særðust 111 manns. 30. desember 2023 21:44