Masterson kominn í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2023 10:33 Danny Masterson (47) hefur verið dæmdur til þrjátíu ára fangelsisvistar. AP Leikarinn og nauðgarinn Danny Masterson hefur verið fluttur í almennt fangelsi í Kaliforníu, þar sem hann mun sitja inni í minnst tuttugu og fimm ár. Masterson mun afplána tvöfaldan nauðgunardóm sinn í North Kern fangelsinu í Kaliforníu. Samhliða því að hann var fluttur í fangelsi birtu yfirvöld í Kaliforníu fyrstu fangamyndina af honum. Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu; That ´70 Show, var í september dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum á árum áður. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Fyrst var réttað í málinu í fyrra en kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu þá, svo halda þurfti réttarhöldin aftur. Sjá einnig: Masterson dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun Í kjölfarið á úrskurðinum sótti leikkonan Bijou Phillips um skilnað frá Masterson en þau höfðu verið gift í tólf ár og eiga saman eitt barn. Peter Lauzon, lögmaður Phillips, sagði þá að hún væri fyrst og fremst að gæta hagsmuna barns síns. Frá því hann var dæmdur hefur Masterson setið í gæsluvarðhaldi í Los Angeles á meðan gengið var frá máli hans. Þar á meðal þurfti að finna allar byssur sem hann átti og skila þeim inn. Masterson getur fyrst sótt um að vera sleppt úr fangelsi á reynslulausn eftir 25 ár. Lögmenn hans hafa þó sagt að þær ætli að áfrýja sakfellingu hans. Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi Mál Danny Masterson Tengdar fréttir Hvað gúgglaði fólk árið 2023? Leitarvélin Google hefur gefið út lista yfir þá hluti sem heimsbyggðin leitaði oftast að árið 2023. 12. desember 2023 15:24 Kutcher stígur til hliðar eftir umdeilt meðmælabréf Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður samtakanna Thorn sem vinna gegn kynferðisofbeldi og mansali. Eiginkona hans og leikkonan Mila Kunis stígur einnig úr sínu hlutverki í samtökunum. 25. september 2023 14:44 Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Samhliða því að hann var fluttur í fangelsi birtu yfirvöld í Kaliforníu fyrstu fangamyndina af honum. Masterson, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu; That ´70 Show, var í september dæmdur fyrir að nauðga tveimur konum á árum áður. Árið 2020 stigu þrjár konur fram og sökuðu hann um nauðganir sem áttu að eiga sér stað árið 2001 og 2003. Hann var sakfelldur fyrir báðar nauðganirnar árið 2003 en ekki þá sem hann var sakaður um af fyrrverandi kærustu árið 2001. Konurnar sögðu hann hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim. Masterson og konurnar voru í Vísindakirkjunni og spilaði hún stóra rullu í réttarhöldunum. Leikarinn var sakaður um að hafa notað stöðu sína innan kirkjunnar til að brjóta á konunum og komast hjá því að vera refsað. Fyrst var réttað í málinu í fyrra en kviðdómendur komust ekki að niðurstöðu þá, svo halda þurfti réttarhöldin aftur. Sjá einnig: Masterson dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir nauðgun Í kjölfarið á úrskurðinum sótti leikkonan Bijou Phillips um skilnað frá Masterson en þau höfðu verið gift í tólf ár og eiga saman eitt barn. Peter Lauzon, lögmaður Phillips, sagði þá að hún væri fyrst og fremst að gæta hagsmuna barns síns. Frá því hann var dæmdur hefur Masterson setið í gæsluvarðhaldi í Los Angeles á meðan gengið var frá máli hans. Þar á meðal þurfti að finna allar byssur sem hann átti og skila þeim inn. Masterson getur fyrst sótt um að vera sleppt úr fangelsi á reynslulausn eftir 25 ár. Lögmenn hans hafa þó sagt að þær ætli að áfrýja sakfellingu hans.
Bandaríkin Hollywood Kynferðisofbeldi Mál Danny Masterson Tengdar fréttir Hvað gúgglaði fólk árið 2023? Leitarvélin Google hefur gefið út lista yfir þá hluti sem heimsbyggðin leitaði oftast að árið 2023. 12. desember 2023 15:24 Kutcher stígur til hliðar eftir umdeilt meðmælabréf Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður samtakanna Thorn sem vinna gegn kynferðisofbeldi og mansali. Eiginkona hans og leikkonan Mila Kunis stígur einnig úr sínu hlutverki í samtökunum. 25. september 2023 14:44 Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Hvað gúgglaði fólk árið 2023? Leitarvélin Google hefur gefið út lista yfir þá hluti sem heimsbyggðin leitaði oftast að árið 2023. 12. desember 2023 15:24
Kutcher stígur til hliðar eftir umdeilt meðmælabréf Bandaríski leikarinn Ashton Kutcher hefur ákveðið að stíga til hliðar sem formaður samtakanna Thorn sem vinna gegn kynferðisofbeldi og mansali. Eiginkona hans og leikkonan Mila Kunis stígur einnig úr sínu hlutverki í samtökunum. 25. september 2023 14:44
Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. 1. desember 2022 07:35