Ratcliffe svarar ósáttum stuðningsmönnum: „Breytingar munu taka tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2023 20:31 Sir Jim Ratcliffe, nýjasti eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Bryn Lennon/Getty Images Sir Jim Ratcliffe sendi frá sér opið bréf til stuðningsmanna þar sem hann svaraði yfirlýsingu MUST (Manchester United Supporters Trust). Ratcliffe gekk í fyrradag frá kaupum á 25% hlut í Manchester United, samkvæmt skilmálum samningsins tekur hann yfir daglegan rekstur félagsins og stýrir framtíðaráformum þess. Stuðningsmannaklúbbur félagsins sendi frá sér yfirlýsingu síðar um kvöldið þar sem látið var í ljós blendnar tilfinningar um kaupin, þá sérstaklega í ljósi þess að Glazer fjölskyldan er ekki alveg horfin á brott og heldur ennþá stórum hlut í félaginu. Þeir sögðu mörgum spurningum enn ósvarað um framtíð félagsins. Ratcliffe svaraði bréfi þeirra í dag, þar óskaði hann eftir biðlund og þolinmæði, hann axlaði fulla ábyrgð sem forustymaður félagsins og sagði mikinn metnað búa í brjósti sér að koma Manchester United aftur í fremstu röð. „Kæru stuðningsmenn, ég skrifa til ykkar allra í ljósi þeirra gríðarstóru áhrifa sem aðdáendur hafa á framtíð félagsins á sama tíma og við öxlum ábyrgð sem forráðamenn félagsins fyrir ykkar hönd. Ég trúi því að við getum náðum árangri inni á vellinum til bætingar við þann fjárhagslega árangur sem náðst hefur. Það mun taka tíma... Þið eruð metnaðarfull og það erum við líka. Ekkert er öruggt í íþróttum og breytingar munu taka tíma en við erum hér til framtíðar og viljum í sameiningu lyfta Manchester United aftur upp í hæstu hæðir þar sem félagið á heima.“ Ratcliffe bætti því svo við að líkt og með alla samninga þyrfti samþykki frá stjórn úrvalsdeildarinnar, sem tekur að jafnaði 6-8 vikur, og sagði stuðningsmönnum að engum áætlunum yrði hrint í framkvæmd fyrr en það væri frágengið. Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe klárar kaupin og tekur yfir rekstur félagsins Manchester United hefur staðfest sölu á 25% hlut í félaginu. Jim Ratcliffe mun taka yfir rekstur félagsins og hefur skuldbundið sig í 300$ milljóna fjárfestingu. 24. desember 2023 16:53 Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira
Ratcliffe gekk í fyrradag frá kaupum á 25% hlut í Manchester United, samkvæmt skilmálum samningsins tekur hann yfir daglegan rekstur félagsins og stýrir framtíðaráformum þess. Stuðningsmannaklúbbur félagsins sendi frá sér yfirlýsingu síðar um kvöldið þar sem látið var í ljós blendnar tilfinningar um kaupin, þá sérstaklega í ljósi þess að Glazer fjölskyldan er ekki alveg horfin á brott og heldur ennþá stórum hlut í félaginu. Þeir sögðu mörgum spurningum enn ósvarað um framtíð félagsins. Ratcliffe svaraði bréfi þeirra í dag, þar óskaði hann eftir biðlund og þolinmæði, hann axlaði fulla ábyrgð sem forustymaður félagsins og sagði mikinn metnað búa í brjósti sér að koma Manchester United aftur í fremstu röð. „Kæru stuðningsmenn, ég skrifa til ykkar allra í ljósi þeirra gríðarstóru áhrifa sem aðdáendur hafa á framtíð félagsins á sama tíma og við öxlum ábyrgð sem forráðamenn félagsins fyrir ykkar hönd. Ég trúi því að við getum náðum árangri inni á vellinum til bætingar við þann fjárhagslega árangur sem náðst hefur. Það mun taka tíma... Þið eruð metnaðarfull og það erum við líka. Ekkert er öruggt í íþróttum og breytingar munu taka tíma en við erum hér til framtíðar og viljum í sameiningu lyfta Manchester United aftur upp í hæstu hæðir þar sem félagið á heima.“ Ratcliffe bætti því svo við að líkt og með alla samninga þyrfti samþykki frá stjórn úrvalsdeildarinnar, sem tekur að jafnaði 6-8 vikur, og sagði stuðningsmönnum að engum áætlunum yrði hrint í framkvæmd fyrr en það væri frágengið.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe klárar kaupin og tekur yfir rekstur félagsins Manchester United hefur staðfest sölu á 25% hlut í félaginu. Jim Ratcliffe mun taka yfir rekstur félagsins og hefur skuldbundið sig í 300$ milljóna fjárfestingu. 24. desember 2023 16:53 Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Sjá meira
Ratcliffe klárar kaupin og tekur yfir rekstur félagsins Manchester United hefur staðfest sölu á 25% hlut í félaginu. Jim Ratcliffe mun taka yfir rekstur félagsins og hefur skuldbundið sig í 300$ milljóna fjárfestingu. 24. desember 2023 16:53
Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31