Valdamestu hjón Repúblikana í Flórída flækt í kynlífshneyksli Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. desember 2023 09:42 Valdafíkn hjónanna hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ AP/Phelan M. Ebenhack Maðurinn sem Repúblikanaflokkurinn í Flórída hafði valið til að leiða flokkinn í gegnum forsetakosningarnar á næsta ári hefur verið sakaður um að nauðga æskuvinkonu sinni. Hann hefur verið sviptur embætti, en segir ásakanirnar byggða á þvættingi. Hann og eiginkona hans hafi stundað kynlíf með konunni um margra ára skeið. Hjónin Christian og Bridget Ziegler hafa skotist upp á stjörnuhimin Repúblikana á ógnarhraða en virðast nú vera að hrapa eins og kulnaðar halastjörnur á tvöföldum hraða. Christian var í ársbyrjun valinn til forystu Repúblikana í ríkinu, í aðdraganda forsetakosninga. Bridget er ein af stofnendum hreyfingarinnar „Moms for Liberty“ sem hefur á stuttum tíma laðað að sér 130.000 meðlimi. Hreyfingin er íhaldsöm í meira lagi, hún berst fyrir bókabanni í skólum, þykir stjórnast af kynþáttahatri og andstyggð á réttindum hinsegin fólks. Valdafíkn þeirra hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ Christian var í haust sakaður um að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni. Hún hefur um árabil stundað kynlíf með hjónunum en segir að dag einn hafi húsfrúin ekki mætt og þá hafi hún ekki viljað fara ein í bólið með bóndanum. Hann hafi ekki hlustað á það og nauðgað æskuvinkonu sinni. Hann hefur nú verið rekinn úr embætti í Repúblikanaflokknum og sætir rannsókn vegna nauðgunarkæru. Á sama tíma er þess krafist að Bridget víki úr skólastjórn í Sarasota þar sem hún hefur setið í áratug. Hún þvertekur fyrir það þrátt fyrir að allir stjórnarmeðlimir hafi samþykkt að hún skuli hverfa á braut. Andstæðingar hennar segja að að öllu jöfnu komi fólki ekki við hvað annað fólk geri í svefnherberginu eða í frístundum sínum, en kona sem berjist af slíkum ákafa sem Bridget gegn mannréttindum annars fólks geti ekki sýnt af sér slíka hegðun. Samtökin sem Bridget stofnaði; Moms for Liberty, segjast berjast af krafti gegn innrás vinstriaflanna í bandarískt skólakerfi og hafa komist til nokkurra áhrifa innan Repúblikanaflokksins. Þau biðu þó talsvert afhroð í skólastjórnarkosningum sem haldin voru um allt land í nóvember og er það talið til marks um dvínandi ítök þeirra. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Hjónin Christian og Bridget Ziegler hafa skotist upp á stjörnuhimin Repúblikana á ógnarhraða en virðast nú vera að hrapa eins og kulnaðar halastjörnur á tvöföldum hraða. Christian var í ársbyrjun valinn til forystu Repúblikana í ríkinu, í aðdraganda forsetakosninga. Bridget er ein af stofnendum hreyfingarinnar „Moms for Liberty“ sem hefur á stuttum tíma laðað að sér 130.000 meðlimi. Hreyfingin er íhaldsöm í meira lagi, hún berst fyrir bókabanni í skólum, þykir stjórnast af kynþáttahatri og andstyggð á réttindum hinsegin fólks. Valdafíkn þeirra hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ Christian var í haust sakaður um að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni. Hún hefur um árabil stundað kynlíf með hjónunum en segir að dag einn hafi húsfrúin ekki mætt og þá hafi hún ekki viljað fara ein í bólið með bóndanum. Hann hafi ekki hlustað á það og nauðgað æskuvinkonu sinni. Hann hefur nú verið rekinn úr embætti í Repúblikanaflokknum og sætir rannsókn vegna nauðgunarkæru. Á sama tíma er þess krafist að Bridget víki úr skólastjórn í Sarasota þar sem hún hefur setið í áratug. Hún þvertekur fyrir það þrátt fyrir að allir stjórnarmeðlimir hafi samþykkt að hún skuli hverfa á braut. Andstæðingar hennar segja að að öllu jöfnu komi fólki ekki við hvað annað fólk geri í svefnherberginu eða í frístundum sínum, en kona sem berjist af slíkum ákafa sem Bridget gegn mannréttindum annars fólks geti ekki sýnt af sér slíka hegðun. Samtökin sem Bridget stofnaði; Moms for Liberty, segjast berjast af krafti gegn innrás vinstriaflanna í bandarískt skólakerfi og hafa komist til nokkurra áhrifa innan Repúblikanaflokksins. Þau biðu þó talsvert afhroð í skólastjórnarkosningum sem haldin voru um allt land í nóvember og er það talið til marks um dvínandi ítök þeirra.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira