Erlent

Hundrað látnir í á­tökum hirðingja og bænda

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Markaður í Íbadanborg í Nígeríu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Markaður í Íbadanborg í Nígeríu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. EPA/Samuel Alabi

Meira en hundrað manns hafa látið lífið í átökum hirðingja og bænda í Plateauhéraði Nígeríu um helgina. Átök milli stéttanna eru algeng á svæðinu.

Samkvæmt Reuters segir talsmaður héraðsstjórnarinnar, Monday Kassah að 113 manns hafi látið lífið í árásum á Þorláksmessu og aðfangadag. „Árásirnar voru þaulskipulagðar. 20 þorp urðu fyrir árásum,“ segir hann.

„Við höfum fundið 113 lík í þessum þorpum og meira en 300 særða,“ bætir hann við. Kassah tekur ekki fram hver bar ábyrgð á þessum nýjustu í röð ódæða en segir að hinir særðu hafi verið fluttir á sjúkrahús.

Ofbeldi milli stéttanna tveggja er að sögn Reuters trúarlegs eðlis þar sem hirðingjar héraðsins eru aðallega múslimar og bændurnir kristnir en loftslagsbreytingar og vaxandi hlutverk landbúnaðar í efnahagi héraðsins spila einnig inn í.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×