Viðvörunin á Suðurlandi tekur gildi klukkan níu á morgun, Þorláksmessu, og gildir til klukkan eitt aðfararnótt aðfangadags.
Á vef Veðurstofunnar segir að spáð sé austan og norðaustan tíu til fimmtán metrum á sekúndu, en fimmtán til tuttugu metrar á sekúndu syðst.
„Snjókoma með köflum og mögulega skafrenningur með erfiðum aktursskilyrðum, þetta á sérílagi við undir Eyjafjöllum og á veginum um Reynisfjall,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Gul viðvörun tekur gildi á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra tekur gildi annað kvöld og gildir fram á kvöld á aðfangadag. Erfið eða léleg akstursskilyrði gætu myndast og líkur á staðbundinni ófærð.