Undrandi á tillögum Bjarna sem gangi gegn öllum hefðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2023 21:01 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor kveðst undrandi á útspili Bjarna, sem hefur lagt til að fyrrverandi aðstoðarmaður hans og ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu verði skipuð sendiherrar. Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði kveðst undrandi yfir tillögum Bjarna Benediktssonar um að Svanhildur Hólm Valsdóttir og Guðmundur Árnason verði skipuð sendiherrar. Tillögur Bjarna hafa vakið talsverða athygli. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur nú lagt til að hún verði skipuð til fimm ára sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá leggur hann til að Guðmundur, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu allan þann tíma sem Bjarni hefur verið fjármálaráðherra, verði skipaður sendiherra í Róm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni það mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Ólafur neitar því ekki en segir margt óvenjulegt við tillögur Bjarna. „Ég er alveg sammála því sem Bjarni segir, að þarna er um að ræða tvo einstaklinga sem eru mjög hæfir og ég er í sjálfu sér ekkert í neinum vafa um það að þau muni standa sig mjög vel sem sendiherrar,“ sagði Ólafur í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni hafi hins vegar gengið algjörlega gegn meginhefðum um skipun sendiherra sem hafi verið við lýði á Íslandi í áratugi. „Flestir sendiherrar hafa verið skipaðir úr tvennum herbúðum. Annars vegar eru það svokallaðir career-sendiherrar, þeir sem hafa verið í utanríkisþjónustunni og unnið sig upp. Hins vegar hafa verið pólitískir sendiherrar, en þeir hafa fyrst og fremst verið gamlir flokksforingjar og ráðherrar, og stöku þingmaður.“ Það að leita út fyrir þessa tvo hópa gangi gegn ríkjandi hefðum, þó undantekningar hafi verið gerðar frá þessum meginstraumum. „Langstærsta undantekningin var hjá Davíð Oddssyni, þegar hann var utanríkisráðherra í eitt ár í lok síns ráðherraferils.“ Þá hafi Davíð skipað á annan tug sendiherra, svo gott sem á einu bretti, þrátt fyrir að lítil þörf væri á þeim. „Margir þessara sendiherra virtust fjarri því að uppfylla þessar hefðbundnu hæfniskröfur annars vegar um career-diplómata og hins vegar um að stjórnmálamennirnir sem komi inn séu foringjar með mikla reynslu,“ sagði Ólafur. Ólíklegt að málið styrki stjórnin Hann sagði eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýndi tillögur Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum er á meðal þeirra sem hafa gert það, en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún ákvörðun Bjarna orka tvímælis og sagðist telja að hann þyrfti að svara fyrir hana í þinginu. „Stuðningur við stjórnina meðal almennings hefur verið mjög lítill og allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi. Mér finnst ákaflega ólíklegt að þessi gjörningur Bjarna muni styrkja stjórnina og ekki heldur stjórnarflokkana meðal almennings,“ sagði Ólafur. Hann sagði það mikla framför þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þá var utanríkisráðherra, beitti sér fyrir breytingu laganna sem skipanir sendiherra hvíla á. „Þar var ákveðið að skilja eftir ákveðna glufu, þar sem ég held að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að gamlir og reyndir stjórnmálaforingjar gætu komið þarna inn. Ég er ekki viss um hvort það þurfi að breyta lögunum, en það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í framhaldinu,“ sagði Ólafur að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sendiráð Íslands Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Tillögur Bjarna hafa vakið talsverða athygli. Svanhildur var um árabil aðstoðarmaður Bjarna, en þar áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hefur nú lagt til að hún verði skipuð til fimm ára sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Þá leggur hann til að Guðmundur, sem hefur verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu allan þann tíma sem Bjarni hefur verið fjármálaráðherra, verði skipaður sendiherra í Róm. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Bjarni það mikinn feng fyrir utanríkisþjónustuna að fá fyrrverandi aðstoðarmann hans og ráðuneytisstjóra til starfa í utanríkisþjónustunni. Ólafur neitar því ekki en segir margt óvenjulegt við tillögur Bjarna. „Ég er alveg sammála því sem Bjarni segir, að þarna er um að ræða tvo einstaklinga sem eru mjög hæfir og ég er í sjálfu sér ekkert í neinum vafa um það að þau muni standa sig mjög vel sem sendiherrar,“ sagði Ólafur í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni hafi hins vegar gengið algjörlega gegn meginhefðum um skipun sendiherra sem hafi verið við lýði á Íslandi í áratugi. „Flestir sendiherrar hafa verið skipaðir úr tvennum herbúðum. Annars vegar eru það svokallaðir career-sendiherrar, þeir sem hafa verið í utanríkisþjónustunni og unnið sig upp. Hins vegar hafa verið pólitískir sendiherrar, en þeir hafa fyrst og fremst verið gamlir flokksforingjar og ráðherrar, og stöku þingmaður.“ Það að leita út fyrir þessa tvo hópa gangi gegn ríkjandi hefðum, þó undantekningar hafi verið gerðar frá þessum meginstraumum. „Langstærsta undantekningin var hjá Davíð Oddssyni, þegar hann var utanríkisráðherra í eitt ár í lok síns ráðherraferils.“ Þá hafi Davíð skipað á annan tug sendiherra, svo gott sem á einu bretti, þrátt fyrir að lítil þörf væri á þeim. „Margir þessara sendiherra virtust fjarri því að uppfylla þessar hefðbundnu hæfniskröfur annars vegar um career-diplómata og hins vegar um að stjórnmálamennirnir sem komi inn séu foringjar með mikla reynslu,“ sagði Ólafur. Ólíklegt að málið styrki stjórnin Hann sagði eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýndi tillögur Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírötum er á meðal þeirra sem hafa gert það, en í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún ákvörðun Bjarna orka tvímælis og sagðist telja að hann þyrfti að svara fyrir hana í þinginu. „Stuðningur við stjórnina meðal almennings hefur verið mjög lítill og allir þrír stjórnarflokkarnir hafa tapað miklu fylgi. Mér finnst ákaflega ólíklegt að þessi gjörningur Bjarna muni styrkja stjórnina og ekki heldur stjórnarflokkana meðal almennings,“ sagði Ólafur. Hann sagði það mikla framför þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, sem þá var utanríkisráðherra, beitti sér fyrir breytingu laganna sem skipanir sendiherra hvíla á. „Þar var ákveðið að skilja eftir ákveðna glufu, þar sem ég held að hugsunin hafi fyrst og fremst verið sú að gamlir og reyndir stjórnmálaforingjar gætu komið þarna inn. Ég er ekki viss um hvort það þurfi að breyta lögunum, en það er sjálfsagt að velta því fyrir sér í framhaldinu,“ sagði Ólafur að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Alþingi Sendiráð Íslands Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira