Átta sækja um embætti forstjóra Veðurstofunnar Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2023 13:11 Á Veðurstofunni starfa um 145 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 70 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. Veðurstofan Átta sóttu um embætti forstjóra Veðurstofu Íslands sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í síðasta mánuði. Á vef stjórnarráðsins segir að valnefnd sem skipuð hafi verið af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra muni meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Umsækjendur eru: Fannar Karvel Steindórsson, framkvæmdastjóri Haraldur Ólafsson, prófessor Hildigunnur Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athugunar- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands Ívar Kristinsson, sérfræðingur Matthew James Roberts, framkvæmdastjóri þjónustu- og rannsóknasviðs Veðurstofu Íslands Sigríður Auður Arnardóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri Sigurður Erlingsson, rekstrarhagfræðingur Nýr forstjóri mun taka við stöðunni af Árna Snorrasyni, en umsóknarfrestur rann út 11. desember næstkomandi. Í auglýsingunni kom fram að forstjóri beri ábyrgð gagnvart ráðherra í samræmi við lög og skipurit stofnunarinnar og móti helstu áherslur, verkefni og starfshætti Veðurstofunnar, auk þess að bera stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi stofnunarinnar. „Leitað er að leiðtoga sem hefur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Viðkomandi þarf að vinna vel undir álagi og vera agaður og skilvirkur í vinnubrögðum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða hæfni í að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku. Við mat á umsækjendum verður jafnframt miðað við kjörmynd stjórnenda út frá stjórnendastefnu ríkisins.“ 145 starfsmenn Á Veðurstofunni starfa um 145 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um sjötíu manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. „Helstu verkefni Veðurstofu Íslands eru að annast vöktun vegna náttúruvár, að sjá um rekstur veðurfræðilegra grunnkerfa og annast veðurþjónustu. Auk þess að sinna vatnamælingum og að annast mælingar á snjóalögum. Einnig sinnir stofnunin mælingum á hvers kyns jarðhræringum auk þess að safna upplýsingum um eldgos og öskufall en jafnframt að vinna hættumat vegna náttúruhamfara ásamt öðrum rannsóknum á starfssviði stofnunarinnar,“ sagði á vef stjórnarráðsins. Vistaskipti Veður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins segir að valnefnd sem skipuð hafi verið af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra muni meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Umsækjendur eru: Fannar Karvel Steindórsson, framkvæmdastjóri Haraldur Ólafsson, prófessor Hildigunnur Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri athugunar- og upplýsingatæknisviðs Veðurstofu Íslands Ívar Kristinsson, sérfræðingur Matthew James Roberts, framkvæmdastjóri þjónustu- og rannsóknasviðs Veðurstofu Íslands Sigríður Auður Arnardóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri Sigurður Erlingsson, rekstrarhagfræðingur Nýr forstjóri mun taka við stöðunni af Árna Snorrasyni, en umsóknarfrestur rann út 11. desember næstkomandi. Í auglýsingunni kom fram að forstjóri beri ábyrgð gagnvart ráðherra í samræmi við lög og skipurit stofnunarinnar og móti helstu áherslur, verkefni og starfshætti Veðurstofunnar, auk þess að bera stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð á rekstri og faglegri starfsemi stofnunarinnar. „Leitað er að leiðtoga sem hefur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. Viðkomandi þarf að vinna vel undir álagi og vera agaður og skilvirkur í vinnubrögðum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi góða hæfni í að tjá sig í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku. Við mat á umsækjendum verður jafnframt miðað við kjörmynd stjórnenda út frá stjórnendastefnu ríkisins.“ 145 starfsmenn Á Veðurstofunni starfa um 145 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um sjötíu manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. „Helstu verkefni Veðurstofu Íslands eru að annast vöktun vegna náttúruvár, að sjá um rekstur veðurfræðilegra grunnkerfa og annast veðurþjónustu. Auk þess að sinna vatnamælingum og að annast mælingar á snjóalögum. Einnig sinnir stofnunin mælingum á hvers kyns jarðhræringum auk þess að safna upplýsingum um eldgos og öskufall en jafnframt að vinna hættumat vegna náttúruhamfara ásamt öðrum rannsóknum á starfssviði stofnunarinnar,“ sagði á vef stjórnarráðsins.
Vistaskipti Veður Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira