Freista þess að ná saman um texta ályktunar um vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2023 09:19 Viðræður standa yfir um texta ályktunarinnar. epa/Abir Sultan Atkvæðagreiðslu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ályktun um ákall eftir vopnahlé á Gasa var frestað í gær til að freista þess að forðast að Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu. Ályktunin var samin af fulltrúum nokkurra Arabaríkja, sem sögðu það jákvæða þróun að stjórnvöld vestanhafs virtust vilja komast að samkomulagi um orðalag sem Bandaríkin gætu stutt, í stað þess að grípa strax til þess að beita neitunarvaldi sínu. Bandaríkin hafa tvisvar beitt neitunarvaldinu við atkvæðagreiðslu um vopnahlé, 18. október og 9. desember. Samkvæmt erlendum miðlum virðast viðræðurnar um orðlag tillögunnar hafa snúist um að Bandaríkin gætu ekki stutt ákall eftir því að látið yrði af átökum en mögulega að hlé yrði gert á átökum. Aukinnar sundrungar er sagt gæta innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum varðandi árásir Ísraelsmanna á Gasa, þar sem sumir embættismenn segja aðra ekki gera sér fulla grein fyrir því hversu fullir hræsni Bandaríkjamenn þykja í stuðningi sínum við Ísrael á sama tíma og þeir fordæma voðaverk Rússa í Úkraínu. Sendifulltrúar Bandaríkjanna eru sagðir hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum í baráttunni við Hamas, með takmörkuðum árangri. Stuðningur Bandaríkjamanna við ályktun um vopnahlé myndi senda enn skýrari skilaboð um að þolinmæði þeirra séu takmörk sett. Þrýstingur hefur aukist á Ísrael um að láta af árásum sínum en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum að kalla eftir lokum átaka með 153 atkvæðum gegn tíu. Fulltrúar 23 ríkja sátu hjá. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Ályktunin var samin af fulltrúum nokkurra Arabaríkja, sem sögðu það jákvæða þróun að stjórnvöld vestanhafs virtust vilja komast að samkomulagi um orðalag sem Bandaríkin gætu stutt, í stað þess að grípa strax til þess að beita neitunarvaldi sínu. Bandaríkin hafa tvisvar beitt neitunarvaldinu við atkvæðagreiðslu um vopnahlé, 18. október og 9. desember. Samkvæmt erlendum miðlum virðast viðræðurnar um orðlag tillögunnar hafa snúist um að Bandaríkin gætu ekki stutt ákall eftir því að látið yrði af átökum en mögulega að hlé yrði gert á átökum. Aukinnar sundrungar er sagt gæta innan stjórnkerfisins í Bandaríkjunum varðandi árásir Ísraelsmanna á Gasa, þar sem sumir embættismenn segja aðra ekki gera sér fulla grein fyrir því hversu fullir hræsni Bandaríkjamenn þykja í stuðningi sínum við Ísrael á sama tíma og þeir fordæma voðaverk Rússa í Úkraínu. Sendifulltrúar Bandaríkjanna eru sagðir hafa hvatt stjórnvöld í Ísrael til að leita annarra leiða til að ná markmiðum sínum í baráttunni við Hamas, með takmörkuðum árangri. Stuðningur Bandaríkjamanna við ályktun um vopnahlé myndi senda enn skýrari skilaboð um að þolinmæði þeirra séu takmörk sett. Þrýstingur hefur aukist á Ísrael um að láta af árásum sínum en allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum að kalla eftir lokum átaka með 153 atkvæðum gegn tíu. Fulltrúar 23 ríkja sátu hjá. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Bandaríkin Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“