Erlent

Harðar á­rásir á Khan Younis í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Björgunarfólk reynir að losa konu úr rústum heimilis hennar í Khan Younis.
Björgunarfólk reynir að losa konu úr rústum heimilis hennar í Khan Younis. AP Photo/Mohammed Dahman

Ísraelski herinn hefur í nótt sett enn meiri kraft í árásir sínar á borgina Khan Younis á Gasa svæðinu, sem er næst stærsta þéttbýlið á svæðinu.

Net- og símasambandslaust var á svæðinu í allan gærdag sem gerir allt hjálparstarf enn erfiðara en ella. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna mun síðar í dag funda með forystumönnum heimastjórnar Palestínu á Vesturbakkanum en í hitti hann Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Sullivan og Joe Biden Bandaríkjaforseti hafa verið að reyna að fá Ísraela til að halda aftur af sér í sprengjuárásunum á Gasa en Netanjahú ítrekaði við Sullivan í gær að stríðinu verði haldið áfram uns algjör sigur sé í höfn.

Í morgun tilkynnti ísraelski herinn um að lík eins gíslsins sem tekinn var höndum 7. október síðastliðinn hafi fundist á Gasa. Þar var um að ræða hinn 28 ára gamla Elia Toledo sem hafði verið að skemmta sér á tónlistarhátíð þegar árásin var gerð. Honum var rænt ásamt vinkonu sinni sem var á meðal þeirra sem fengu frelsi í fangaskiptum á dögunum.


Tengdar fréttir

Varar við hruni hjálpar­starfs á Gasa­ströndinni

Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×