Innlent

Tíu bíla á­rekstur á Hafnar­fjarðar­vegi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Samkvæmt slökkviliðinu var einn fluttur á slysadeild í kjölfar árekstursins.
Samkvæmt slökkviliðinu var einn fluttur á slysadeild í kjölfar árekstursins. Vísir/Steingrímur Dúi

Tíu bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi í kvöld og var einn fluttur á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hlutu fleiri minniháttar áverka.

Þónokkrar skemmdir urðu á sumum bílunum.Vísir/Steingrímur Dúi

Það hefur verið erfið færð á Höfuðborgarsvæðinu í dag og ökumenn hafa fundið fyrir mikilli hálku og þá hefur hvassviðri sett strik í reikningin.

Búið er að loka fyrir akstur undir Hamraborg í átt að Garðabæ á meðan verið er að þrífa veginn. Á myndum frá vettvangi er hægt að sjá þrjá kyrrstæða bíla sem ekki hafa verið færðir og þar af einn töluvert skemmdan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×