Sektaður fyrir jómfrúarferðina á rafhlaupahjóli kærustunnar í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 10:36 Árekstur rafhlaupahjólsins, sem var af gerðinni Kaabo Wolf Warrior 11, og bílsins varð við Flatahraun 25 í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm/Kaboo Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða 80 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ekið óskráðu rafhlaupahjóli á gangstétt í Hafnarfirði og verið án ökuréttinda í ágúst 2021. Málið kom upp eftir árekstur rafhlaupahjólsins, sem ekið var á miklum hraða, og bíls. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað 5. ágúst 2021 á gangstétt við Flatahraun í Hafnarfirði. Fóru saksóknarar fram á að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu sektar og að rafhlaupahjólið, sem var að gerðinni, Kaabo Wolf Warrior 11, yrði gert upptækt. Skall í hlið bílsins Í dómi kemur fram að lögreglu hafi lögreglu hafi borist tilkynning um umferðaróhapp við Flatahraun 25 umræddan dag. Þar hafi verið sjáanlegt tjón á vinstri hlið kyrrstæðs bíls og hafi lögregla rætt við ökumann bílsins sem sagðist hafa ekið norður Flatahraun og beygt inn á bílastæði við húsið þegar maður á rafhlaupahjóli hafi komið eftir gangstéttinni á miklum hraða. Hafi ökumaður rafhlaupahjólsins snarhemlað með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vélarhlíf bílsins Deilt um hraða hjólsins Ökumaður bílsins sagði bílinn hafa verið kyrrstæðan þegar slysið varð. Ákærði, ökumaður rafhlaupahjólsins, var hins vegar ekki sammála þessu og sagði ökumann bílsins hafa ekið í veg fyrir sig. Hann hafi þá þurft að snarhemla og hafnað í hlið bílsins. Ökumaður rafhlaupahjólsins sagðist hafa verið á 25 kílómetra hraða, en vitni í málinu sagðist hafa séð ákærða aka norður Flatahraun á gangstétt á „ofsahraða.“ Taldi vitnið að hjólinu hafi verið ekið á um 50 kílómetra hraða. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að hraðinn hafi verið rúmlega 40 kílómetrar á klukkustund í aðdraganda slyssins. Var á hjóli kærustunnar í fyrsta sinn Ákærði í málinu neitaði sök og vísaði til þess að hjólið væri í flokki léttra bifhjóla og falli því undir undanþáguákvæði umferðarlaga. Hann sagðist hafa í umrætt sinn verið að nota hjólið í fyrsta sinn, en það hafi verið í eigu kærustu hans sem hafi fest kaup á því fjórum dögum fyrir atvikið. Hann hafi talið hámarkshraða hjólsins verið 25 kílómetrar á klukkustund, enda hafi það verið skilaboðin sem hafi borist frá seljanda hjólsins. Á heimasíðu framleiðanda kemur hins vegar fram að hámarkshraði hjólsins sé 80, en stillingar séu mismundandi. Sakfelldur en hjólið ekki gert upptækt Maðurinn var sakfelldur í málinu og segir í dómi að hjólið sé skráningarskylt og ekki heimilt að aka slíkum hjólum án sérstakra réttinda. Ennfremur sé kveðið svo á um í umferðarlögum að óheimilt sé að aka eftir gangstétt, göngustíg, hjólastíg og göngugötu, en ágreiningslaust væri að maðurinn hafi ekið rafhjólinu á gangstétt líkt og lýst hafi verið í ákæru. Ákæruvaldið fór jafnframt fram á upptöku hjólsins. Í dómi segir að fáheyrt sé að ökutæki séu með dómi gerð upptæk vegna brota á umferðarlögum. Er vísað til þess að í umferðarlögum komi fram að unnt sé að gera upptækt vélknúið ökutæki vegna stórfellds eða ítrekaðs brots á ákvæðum laganna. „Upptaka ökutækis er afar íþyngjandi úrræði sem túlka ber þröngt og ber þar einkum að horfa til þeirrar háttsemi sem sakfellt er vegna. Að þessu virtu þykja hér engin efni til þess að fallast á kröfu ákæruvalds um að bifhjólið verði gert upptækt til ríkissjóðs og er kröfunni hafnað,“ segir í dómnum. Dómari mat hæfilega sekt vera 80 þúsund krónur sem greiða skal til ríkissjóða innan fjögurra vikna. Málsvarðarlaun skipaðs verjanda skuli ákærður greiða til hálfs og ríkissjóður til hálfs. Dómsmál Hafnarfjörður Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað 5. ágúst 2021 á gangstétt við Flatahraun í Hafnarfirði. Fóru saksóknarar fram á að maðurinn yrði dæmdur til greiðslu sektar og að rafhlaupahjólið, sem var að gerðinni, Kaabo Wolf Warrior 11, yrði gert upptækt. Skall í hlið bílsins Í dómi kemur fram að lögreglu hafi lögreglu hafi borist tilkynning um umferðaróhapp við Flatahraun 25 umræddan dag. Þar hafi verið sjáanlegt tjón á vinstri hlið kyrrstæðs bíls og hafi lögregla rætt við ökumann bílsins sem sagðist hafa ekið norður Flatahraun og beygt inn á bílastæði við húsið þegar maður á rafhlaupahjóli hafi komið eftir gangstéttinni á miklum hraða. Hafi ökumaður rafhlaupahjólsins snarhemlað með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vélarhlíf bílsins Deilt um hraða hjólsins Ökumaður bílsins sagði bílinn hafa verið kyrrstæðan þegar slysið varð. Ákærði, ökumaður rafhlaupahjólsins, var hins vegar ekki sammála þessu og sagði ökumann bílsins hafa ekið í veg fyrir sig. Hann hafi þá þurft að snarhemla og hafnað í hlið bílsins. Ökumaður rafhlaupahjólsins sagðist hafa verið á 25 kílómetra hraða, en vitni í málinu sagðist hafa séð ákærða aka norður Flatahraun á gangstétt á „ofsahraða.“ Taldi vitnið að hjólinu hafi verið ekið á um 50 kílómetra hraða. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að hraðinn hafi verið rúmlega 40 kílómetrar á klukkustund í aðdraganda slyssins. Var á hjóli kærustunnar í fyrsta sinn Ákærði í málinu neitaði sök og vísaði til þess að hjólið væri í flokki léttra bifhjóla og falli því undir undanþáguákvæði umferðarlaga. Hann sagðist hafa í umrætt sinn verið að nota hjólið í fyrsta sinn, en það hafi verið í eigu kærustu hans sem hafi fest kaup á því fjórum dögum fyrir atvikið. Hann hafi talið hámarkshraða hjólsins verið 25 kílómetrar á klukkustund, enda hafi það verið skilaboðin sem hafi borist frá seljanda hjólsins. Á heimasíðu framleiðanda kemur hins vegar fram að hámarkshraði hjólsins sé 80, en stillingar séu mismundandi. Sakfelldur en hjólið ekki gert upptækt Maðurinn var sakfelldur í málinu og segir í dómi að hjólið sé skráningarskylt og ekki heimilt að aka slíkum hjólum án sérstakra réttinda. Ennfremur sé kveðið svo á um í umferðarlögum að óheimilt sé að aka eftir gangstétt, göngustíg, hjólastíg og göngugötu, en ágreiningslaust væri að maðurinn hafi ekið rafhjólinu á gangstétt líkt og lýst hafi verið í ákæru. Ákæruvaldið fór jafnframt fram á upptöku hjólsins. Í dómi segir að fáheyrt sé að ökutæki séu með dómi gerð upptæk vegna brota á umferðarlögum. Er vísað til þess að í umferðarlögum komi fram að unnt sé að gera upptækt vélknúið ökutæki vegna stórfellds eða ítrekaðs brots á ákvæðum laganna. „Upptaka ökutækis er afar íþyngjandi úrræði sem túlka ber þröngt og ber þar einkum að horfa til þeirrar háttsemi sem sakfellt er vegna. Að þessu virtu þykja hér engin efni til þess að fallast á kröfu ákæruvalds um að bifhjólið verði gert upptækt til ríkissjóðs og er kröfunni hafnað,“ segir í dómnum. Dómari mat hæfilega sekt vera 80 þúsund krónur sem greiða skal til ríkissjóða innan fjögurra vikna. Málsvarðarlaun skipaðs verjanda skuli ákærður greiða til hálfs og ríkissjóður til hálfs.
Dómsmál Hafnarfjörður Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels