Töf á viðgerð á vatnslögninni vegna veðurs Lovísa Arnardóttir skrifar 8. desember 2023 16:15 Skemmdirnar hafa ekki haft áhrif á flutning vatns til Vestmannaeyja. Vísir/Vilhelm Slæmt veður hefur hamlað viðgerðarvinnu á vatnslögn til Vestmannaeyja. Það kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Vestmannaeyja. Þar kemur fram að mikil vinna hafi verið lögð í að festa vatnslögnina. Vinnan hafi gengið vel en ekki eins hratt og áætlanir hafi gert ráð fyrir, vegna veðurs. Lögnin hefur allt frá því hún skemmdist flutt nægilega mikið vatn til Eyja og eru íbúar minntir á það í tilkynningu að ekki sé þörf á að spara vatn. Þeim verði tilkynnt um það ef breyting verður á því. „Í aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum hefur verið unnið að gerð áætlana og hefur sú vinna gengið vel og njótum við þar aðstoðar Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.“ Hættustig vegna skemmda Vatnslögnin skemmdist við lok síðasta mánaðar. Hættustigi almannavarna var lýst yfir í Vestmannaeyjum eftir að miklar skemmdir urðu á lögninni sem liggur frá landi og út í Vestmannaeyjar. Skemmdirnar urðu 17. nóvember þegar akkeri Hugins VE, skips Vinnslustöðvarinnar, festist í vatnslögninni sem er sú eina sem sér Eyjamönnum fyrir neysluvatni. Vinnslustöðin tilkynnti í dag að þau væru búin að festa kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Þau reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Tengdar fréttir Afríka bíður meðan Eyjamenn fá búnað sem tryggir drykkjarvatn Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. 8. desember 2023 07:34 „Þetta vofir yfir“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir lífið í bænum ganga sinn vanagang þrátt fyrir að hættustigi hafi verið lýst yfir í kjölfar alvarlegra skemmda á einu vatnslögn bæjarins. Unnið er að áætlunum um það ferli sem færi í gang ef lögnin gæfi sig alveg, til að mynda hvernig vinna skuli neysluvatn úr sjó. Hún hyggst ekki tjá sig um atvikið þar sem akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni fyrr en málsatvik liggja ljós fyrir. 30. nóvember 2023 15:16 Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11 Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Lögnin hefur allt frá því hún skemmdist flutt nægilega mikið vatn til Eyja og eru íbúar minntir á það í tilkynningu að ekki sé þörf á að spara vatn. Þeim verði tilkynnt um það ef breyting verður á því. „Í aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum hefur verið unnið að gerð áætlana og hefur sú vinna gengið vel og njótum við þar aðstoðar Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.“ Hættustig vegna skemmda Vatnslögnin skemmdist við lok síðasta mánaðar. Hættustigi almannavarna var lýst yfir í Vestmannaeyjum eftir að miklar skemmdir urðu á lögninni sem liggur frá landi og út í Vestmannaeyjar. Skemmdirnar urðu 17. nóvember þegar akkeri Hugins VE, skips Vinnslustöðvarinnar, festist í vatnslögninni sem er sú eina sem sér Eyjamönnum fyrir neysluvatni. Vinnslustöðin tilkynnti í dag að þau væru búin að festa kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Þau reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo.
Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Samgönguslys Sjávarútvegur Lögreglumál Tengdar fréttir Afríka bíður meðan Eyjamenn fá búnað sem tryggir drykkjarvatn Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. 8. desember 2023 07:34 „Þetta vofir yfir“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir lífið í bænum ganga sinn vanagang þrátt fyrir að hættustigi hafi verið lýst yfir í kjölfar alvarlegra skemmda á einu vatnslögn bæjarins. Unnið er að áætlunum um það ferli sem færi í gang ef lögnin gæfi sig alveg, til að mynda hvernig vinna skuli neysluvatn úr sjó. Hún hyggst ekki tjá sig um atvikið þar sem akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni fyrr en málsatvik liggja ljós fyrir. 30. nóvember 2023 15:16 Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11 Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Afríka bíður meðan Eyjamenn fá búnað sem tryggir drykkjarvatn Vinnslustöðin hefur fest kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn og má reikna með að fyrsti gámurinn komi til landsins milli jóla og nýárs og hinir tveir í upphafi næsta árs. Þar sem félagið þarf bara einn gám til að fullnægja eigin þörfum hefur Ísfélaginu og Vestmannaeyjabæ verið boðið að kaupa hina tvo. 8. desember 2023 07:34
„Þetta vofir yfir“ Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir lífið í bænum ganga sinn vanagang þrátt fyrir að hættustigi hafi verið lýst yfir í kjölfar alvarlegra skemmda á einu vatnslögn bæjarins. Unnið er að áætlunum um það ferli sem færi í gang ef lögnin gæfi sig alveg, til að mynda hvernig vinna skuli neysluvatn úr sjó. Hún hyggst ekki tjá sig um atvikið þar sem akkeri skipsins Hugins VE festist í vatnslögninni fyrr en málsatvik liggja ljós fyrir. 30. nóvember 2023 15:16
Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. 30. nóvember 2023 15:11
Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34