Erlent

Fundu níu lík til við­bótar á Marapi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Eins er enn leitað á Marapifjalli.
Eins er enn leitað á Marapifjalli. AP Photo/Ardhy Fernando

Björgunarsveitarmenn hafa fundið níu lík til viðbótar á eldfjallinu Marapi, eftir að eldgos hófst þar um helgina. Tuttugu og tveir hafa nú farist í hlíðum fjallsins á Indónesíu. 

Leitaraðgerðir hófust að nýju í morgun eftir að þem var hætt vegna áhyggja af öryggi björgunarmanna. Í morgun höfðu þrettán fundist látnir og tíu var saknað en níu þeirra eru nú fundnir. Eins er enn leitað í hlíðum fjallsins. 

Tólf aðrir göngumenn liggja á sjúkrahúsi eftir að hafa slasast vegna eldgossins. 75 göngugarpar voru í námunda við og í hlíðum fjallsins þegar gosið hófst á sunnudag. Flestir þeirra þjást af alvarlegum brunasárum.

Þegar eldgosið hófst spúði fjallið miklu öskuskýi upp í himinhvolfið og aska lagðist yfir nærliggjandi byggðir. 

Marapifjall, sem þýðir eldfjall á indónesísku, er eitt virkasta eldfjall eyjaklasans.127 eldfjöll eru sögð virk á Indónesíu en Marapi er eitt vinsælasta fjall landsins meðal göngugarpa. Gönguleiðir voru margar hverjar ekki opnaðar fyrr en í júní síðastliðnum eftir að þeim var lokað vegna öskugoss sem var þar frá janúar fram í febrúarmánuð. 


Tengdar fréttir

Tíu enn saknað eftir að Marapi gaus

Björgunarsveitir hafa fundið tvö lík til viðbótar í hlíðum eldfjallsins Marapi á Súmötru í Indónesíu sem fór að gjósa á sunnudaginn var.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×