Afdrifaríkar átta vikur framundan Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2023 13:33 Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA og Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ mætast í Pallborðinu í dag. Vísir Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Í dag eru um átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna sitt skeið. Aðilar vinnumarkaðarins stefna að því að ná saman um nýja langtíma samninga áður en skammtímasamningarnir renna út. Til þess að það megi gerast segir verkalýðshreyfingin að sveitarfélögin, ríkið og fyrirtækin verði leggja sitt að mörkum í baráttunni við verðbólguna og til að ná niður verðbólgunni. Verkalýðshreyfingin gekk ekki sameinuð fram við gerð gildandi skammtímasamnings sem tók gildi hinn 1. nóvember í fyrra. Efling var ekki með öðrum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins við samningaborðið og fór í verfallsaðgerðir fljótlega upp úr síðustu áramótum. Samtök atvinnulífsins boðuðu á móti almennt verkbann á félagsmenn Eflingar og deiluefnin hrönnuðust upp fyrir Félagsdómi og Héraðsdómi. Nú sameinast félög og landssambönd í sameiginlegri samninganefnd undir merkjum Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands og Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í beina útsendingu í Pallborðinu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan hálf þrjú í dag. Mikið er í húfi fyrir heimili og fyrirtæki. Forseti ASÍ segir verkalýðshreyfinguna ekki eina geta staðið undir því að minnka verðbólgu og ná niður vöxtum. Sveitarfélögin verði að draga til baka áætlanir um miklar gjaldskrárhækkanir í fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár og ríkið verði að auka vaxta- og barnabætur og leggja fram raunhæfar áætlanir í húsnæðismálum. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs lýsti því yfir í viðtali við Stöð 2 á fimmtudag í síðustu viku að Reykjavíkurborg myndi endurskoða sínar áætlanir nái aðilar vinnumarkaðarins saman um skynsama kjarasamninga. Önnur umræða fjárlaga hefst síðan á Alþingi í dag en áður en fjárlög verða samþykkt fyrir jól krefst verkalýðshreyfingin mikilla breytinga á útgjöldum til barna- og vaxtabóta og annarra tilfærslukerfa ríkisins. Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Atvinnurekendur Tengdar fréttir ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. 30. nóvember 2023 19:20 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira
Forseti ASÍ og framkvæmdastjóri SA mæta í Pallborðið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Í dag eru um átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna sitt skeið. Aðilar vinnumarkaðarins stefna að því að ná saman um nýja langtíma samninga áður en skammtímasamningarnir renna út. Til þess að það megi gerast segir verkalýðshreyfingin að sveitarfélögin, ríkið og fyrirtækin verði leggja sitt að mörkum í baráttunni við verðbólguna og til að ná niður verðbólgunni. Verkalýðshreyfingin gekk ekki sameinuð fram við gerð gildandi skammtímasamnings sem tók gildi hinn 1. nóvember í fyrra. Efling var ekki með öðrum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins við samningaborðið og fór í verfallsaðgerðir fljótlega upp úr síðustu áramótum. Samtök atvinnulífsins boðuðu á móti almennt verkbann á félagsmenn Eflingar og deiluefnin hrönnuðust upp fyrir Félagsdómi og Héraðsdómi. Nú sameinast félög og landssambönd í sameiginlegri samninganefnd undir merkjum Alþýðusambandsins. Finnbjörn A. Hermannsson forseti Alþýðusambands Íslands og Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í beina útsendingu í Pallborðinu hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan hálf þrjú í dag. Mikið er í húfi fyrir heimili og fyrirtæki. Forseti ASÍ segir verkalýðshreyfinguna ekki eina geta staðið undir því að minnka verðbólgu og ná niður vöxtum. Sveitarfélögin verði að draga til baka áætlanir um miklar gjaldskrárhækkanir í fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár og ríkið verði að auka vaxta- og barnabætur og leggja fram raunhæfar áætlanir í húsnæðismálum. Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs lýsti því yfir í viðtali við Stöð 2 á fimmtudag í síðustu viku að Reykjavíkurborg myndi endurskoða sínar áætlanir nái aðilar vinnumarkaðarins saman um skynsama kjarasamninga. Önnur umræða fjárlaga hefst síðan á Alþingi í dag en áður en fjárlög verða samþykkt fyrir jól krefst verkalýðshreyfingin mikilla breytinga á útgjöldum til barna- og vaxtabóta og annarra tilfærslukerfa ríkisins.
Pallborðið Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Atvinnurekendur Tengdar fréttir ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. 30. nóvember 2023 19:20 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Sjá meira
ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. 30. nóvember 2023 19:20
Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07
Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03
Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21