Banna réttindabaráttu hinsegin fólks Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2023 17:09 Frá Pétursborg árið 2013. Réttindi hinsegin fólks hafa dregist mjög saman í Rússlandi á undanförnum árum. AP Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi. Óttast er að hægt yrði að nota úrskurðinn til að fangelsa fólk fyrir það að sýna regnbogafána. Úrskurðurinn er talinn veita yfirvöldum Rússlands víðar heimildir gegn óskilgreindum einstaklingum eða samtökum sem gætu verið talinn heyra undir þessa illa skilgreindu hreyfingu. Í frétt Moscow Times segir að hæstaréttardómari hafi komist að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í dag. Moscow Times segir engin samtök til í Rússlandi sem falli undir þessa skilgreiningu. Aðgerðasinnar reyndu að fá samtök skráð svo þeir gætu skráð sig sem varnaraðilar í málaferlunum en Hæstiréttur meinaði þeim aðkomu. Þegar ákvörðunin var tekin í dag var enginn í herberginu nema dómarinn og tveir starfsmenn ráðuneytisins. Engar upplýsingar hafa verið eða verða gefna upp um málaferlin, þar sem um lokað þinghald var að ræða. Oleg Nefedov, hæstaréttardómari, í dómsal í dag.AP/Alexander Zemlianichenko Ráðuneytið gaf út fyrr í dag að aðgerðir „LGBT hreyfingarinnar“ í Rússlandi ýtti undir sundrung í samfélaginu og því hafi verið reynt að fá hreyfinguna skilgreinda sem öfgasamtök. Réttindi hinsegin fólks hafa verið takmörkuð mjög eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar í fyrra. Bannaði „áróður“ í fyrra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í desember í fyrra undir lög sem bönnuðu „LGBT áróður“, barnaníð og kynleiðréttingar, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórn Pútíns hefur notað ný lög sem sett voru á í kjölfar innrásarinnar og ætlað er að vernda heiður rússneska hersins gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Pútín hefur um árabil herjað á réttindi hinsegin fólks í Rússland. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja úrskurð Hæstaréttar vera skammarlegan og fáránlegan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hann veiti yfirvöldum í Rússlandi heimild til að banna alfarið öll samtök LGBTQ+ fólks, brjóta á réttindum þeirra og ofsækja þau. „Þetta mun hafa áhrif á fjölda fólks og afleiðingarnar munu mögulega verða ekkert annað en hræðilegar,“ sagði Marie Struthers, yfirmaður Amnesty í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, við AP fréttaveituna. Rússland Hinsegin Vladimír Pútín Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Óttast er að hægt yrði að nota úrskurðinn til að fangelsa fólk fyrir það að sýna regnbogafána. Úrskurðurinn er talinn veita yfirvöldum Rússlands víðar heimildir gegn óskilgreindum einstaklingum eða samtökum sem gætu verið talinn heyra undir þessa illa skilgreindu hreyfingu. Í frétt Moscow Times segir að hæstaréttardómari hafi komist að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í dag. Moscow Times segir engin samtök til í Rússlandi sem falli undir þessa skilgreiningu. Aðgerðasinnar reyndu að fá samtök skráð svo þeir gætu skráð sig sem varnaraðilar í málaferlunum en Hæstiréttur meinaði þeim aðkomu. Þegar ákvörðunin var tekin í dag var enginn í herberginu nema dómarinn og tveir starfsmenn ráðuneytisins. Engar upplýsingar hafa verið eða verða gefna upp um málaferlin, þar sem um lokað þinghald var að ræða. Oleg Nefedov, hæstaréttardómari, í dómsal í dag.AP/Alexander Zemlianichenko Ráðuneytið gaf út fyrr í dag að aðgerðir „LGBT hreyfingarinnar“ í Rússlandi ýtti undir sundrung í samfélaginu og því hafi verið reynt að fá hreyfinguna skilgreinda sem öfgasamtök. Réttindi hinsegin fólks hafa verið takmörkuð mjög eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar í fyrra. Bannaði „áróður“ í fyrra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í desember í fyrra undir lög sem bönnuðu „LGBT áróður“, barnaníð og kynleiðréttingar, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórn Pútíns hefur notað ný lög sem sett voru á í kjölfar innrásarinnar og ætlað er að vernda heiður rússneska hersins gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Pútín hefur um árabil herjað á réttindi hinsegin fólks í Rússland. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja úrskurð Hæstaréttar vera skammarlegan og fáránlegan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hann veiti yfirvöldum í Rússlandi heimild til að banna alfarið öll samtök LGBTQ+ fólks, brjóta á réttindum þeirra og ofsækja þau. „Þetta mun hafa áhrif á fjölda fólks og afleiðingarnar munu mögulega verða ekkert annað en hræðilegar,“ sagði Marie Struthers, yfirmaður Amnesty í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, við AP fréttaveituna.
Rússland Hinsegin Vladimír Pútín Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira