Innlent

Eld­gos líkt Surtsey gæti lokað Kefla­víkur­flug­velli

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá Surtseyjargosinu. Það hófst í nóvember árið 1963, fyrir sextíu árum. Eldgosinu lauk árið 1967.
Frá Surtseyjargosinu. Það hófst í nóvember árið 1963, fyrir sextíu árum. Eldgosinu lauk árið 1967. Sigurjón Einarsson flugmaður

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur segir að neðansjávargos undan Reykjanesi í líkingu við Surtseyjargosið gæti lokað Keflavíkurflugvelli.

Í skjáviðtali frá Bandaríkjunum í gær var Haraldur spurður hvað búast mætti við stórum eldgosum á Reykjanesskaga. Hann tók þá sem dæmi gos sem varð í Eldvörpum vestan Grindavíkur á miðöldum á árabilinu 1210 til 1240. Það hafi verið mjög stórt. Þá hafi hraun runnið út í sjó til suðurs vestan Grindavíkur og kvikugangurinn sennilega gengið út í sjó.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali frá Massachusetts í Bandaríkjunum í gær.Skjáskot/Stöð 2

Haraldur sagði að menn þyrftu að vera vakandi fyrir því svæði. Þar sé eitt af stærri hraunum á Reykjanesskaga. Þar mætti búast við stóru gosi, það svæði væri á flekamótunum og mjög hættulegt.

Hann tók jafnframt fram að Keflavíkurflugvöllur stæði hins vegar á svæði sem væri utan við jarðskorpuhreyfingarnar. Flugvöllurinn væri því sennilega ekki í hættu á að verða fyrir hraunrennsli.

Spurður um hvort eldgos í sjó gæti lokað Keflavíkurflugvelli, jafnvel í nokkrar vikur, svaraði Haraldur:

Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Einar Árnason

„Vissulega. Það gæti orðið svona Surtseyjargos undan Reykjanesi, rétt hjá Reykjanestá. Það gæti orðið Surtseyjargos sem verður mikil öskumyndun frá vegna þess að það verður sprengigos þegar sjór og kvika kemur saman. Þá verður svona sprengigos og dreifir ösku yfir og veldur því að flugið er lokað og lokar þá Keflavíkurflugvelli.“

Hér má sjá þriggja mínútna viðtalskafla þar sem Haraldur ræðir um Eldvörp og Keflavíkurflugvöll:

Viðtalið við Harald í heild má sjá hér:


Tengdar fréttir

Telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé hálfstorknaður

Eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, telur að kvikugangurinn undir Grindavík sé við það að storkna og að líkur á eldgosi hafi minnkað. Hann segir að ef hann byggi í Grindavík væri hann farinn heim fyrir jól.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×