Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2023 13:37 Hollensk kona sem greiddi atkvæði í morgun. Hollendingar standa frammi fyrir fjölmörgum kostum en fjórir standa upp úr. AP/Patrick Post Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VVD flokksins, tilkynnti í sumar að hann ætlaði að segja þetta gott eftir að ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um innflytjendamál. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um það málefni. Sjá einnig: Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frambjóðendur heitið því að bregðast við miklum fjölda hælisleitenda í Hollandi og einnig draga úr flæði farandverkafólks og erlendra námsmanna til landsins, sem eru um fjörutíu prósent námsmanna þar. Dilan Yeşilgöz-Zegerius, nýr leiðtogi VVD sem kom til landsins sem flóttamaður í æsku, hefur það sem eitt af kosningaloforðum sínum að fækka innflytjendum og flóttafólki í landinu. Hún segir reglur Hollendinga og lög ekki nógu hörð, sé mið tekið af nágrannaríkjum Hollands. Hún gæti orðið fyrsta konan til að sinna embætti forsætisráðherra í Hollandi. Dilan Yesilgoz-Zegerius, leiðtogi VVD, á kjörstað í morgun.AP/Patrick Post Kannanir gefa til kynna að fjórir flokkar hafi svipað fylgi. Þar á meðal eru VVD flokkurinn og Frelsisflokkur hins umdeilda popúlista Geert Wilders. Enginn flokkur hefur mælst með meira en tuttugu prósent en nokkuð stór hluti kjósenda hefur sagst óákveðinn. Fari kosningarnar eins og kannanir gefa til kynna er búist við því að stjórnarmyndun muni taka langan tíma. Könnun sem birt var í morgun sýndi Frelsisflokkinn með naumt forskot á VVD. Honum hefur áður verið spáð sigri í kosningum, eins og árið 2017. Eins og áður segir er hann mjög umdeildur og er rasisti. Hann hefur til að mynda verið dæmdur sekur um hatursummæli þegar hann lofaði að fækka Marokkómönnum í Hollandi og kallaði þá „úrhrök“. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins.AP/Mike Corder Hann hefur þó að undanförnu bæta ímynd sína, samkvæmt frétt Reuters, með því markmiði að ná til fleiri kjósenda. Með það í huga hefur hann snúið sér frá því að kalla aftir af-íslömun Hollands og þess í stað kvartað yfir háum framfærslukostnaði, húsnæðiskorti og slíkum málum. Í frétt Guardian segir að Frans Timmermans, leiðtogi Vinstri Grænna og verkamannaflokksins hafi þvertekið fyrir að starfa með Wilders og það hafi Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig gert. Yeşilgöz-Zegerius hefur sagt að hún gæti unnið með Wilders en muni ekki styðja hann í embætti forsætisráðherra. Holland Evrópusambandið Kosningar í Hollandi Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VVD flokksins, tilkynnti í sumar að hann ætlaði að segja þetta gott eftir að ríkisstjórn hans sprakk vegna deilna um innflytjendamál. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti snúist um það málefni. Sjá einnig: Rutte hyggst segja skilið við stjórnmálin Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa frambjóðendur heitið því að bregðast við miklum fjölda hælisleitenda í Hollandi og einnig draga úr flæði farandverkafólks og erlendra námsmanna til landsins, sem eru um fjörutíu prósent námsmanna þar. Dilan Yeşilgöz-Zegerius, nýr leiðtogi VVD sem kom til landsins sem flóttamaður í æsku, hefur það sem eitt af kosningaloforðum sínum að fækka innflytjendum og flóttafólki í landinu. Hún segir reglur Hollendinga og lög ekki nógu hörð, sé mið tekið af nágrannaríkjum Hollands. Hún gæti orðið fyrsta konan til að sinna embætti forsætisráðherra í Hollandi. Dilan Yesilgoz-Zegerius, leiðtogi VVD, á kjörstað í morgun.AP/Patrick Post Kannanir gefa til kynna að fjórir flokkar hafi svipað fylgi. Þar á meðal eru VVD flokkurinn og Frelsisflokkur hins umdeilda popúlista Geert Wilders. Enginn flokkur hefur mælst með meira en tuttugu prósent en nokkuð stór hluti kjósenda hefur sagst óákveðinn. Fari kosningarnar eins og kannanir gefa til kynna er búist við því að stjórnarmyndun muni taka langan tíma. Könnun sem birt var í morgun sýndi Frelsisflokkinn með naumt forskot á VVD. Honum hefur áður verið spáð sigri í kosningum, eins og árið 2017. Eins og áður segir er hann mjög umdeildur og er rasisti. Hann hefur til að mynda verið dæmdur sekur um hatursummæli þegar hann lofaði að fækka Marokkómönnum í Hollandi og kallaði þá „úrhrök“. Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins.AP/Mike Corder Hann hefur þó að undanförnu bæta ímynd sína, samkvæmt frétt Reuters, með því markmiði að ná til fleiri kjósenda. Með það í huga hefur hann snúið sér frá því að kalla aftir af-íslömun Hollands og þess í stað kvartað yfir háum framfærslukostnaði, húsnæðiskorti og slíkum málum. Í frétt Guardian segir að Frans Timmermans, leiðtogi Vinstri Grænna og verkamannaflokksins hafi þvertekið fyrir að starfa með Wilders og það hafi Pieter Omtzigt, leiðtogi NSC, einnig gert. Yeşilgöz-Zegerius hefur sagt að hún gæti unnið með Wilders en muni ekki styðja hann í embætti forsætisráðherra.
Holland Evrópusambandið Kosningar í Hollandi Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira