Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 14:58 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist vonast eftir góðum fréttum á næstunni. AP/Ariel Schalit Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. Fundurinn verður klukkan sex, eða klukkan átta að ísraelskum tíma. Tveimur tímum fyrir fundinn mun herráð Ísrael funda og einum tíma fyrir ríkisstjórnarfundinn mun öryggisráðið koma saman. Fjölmiðlar ytra hafa í dag haft eftir heimildarmönnum sínum í Katar (sem hafa komið að viðræðunum milli Ísraela og Hamas), í Ísrael og víðar að samkomulag sé í sjónmáli. Þá sendi leiðtogi Hamas frá sér yfirlýsingu um slíkt í morgun. Sjá einnig: Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur gefið út að hann vonist eftir góðum fréttum á næstunni. Hvað slíkt samkomulag myndi fela í sér liggur ekki fyrir en Channel 12 í Ísrael segir að samkvæmt heimildarmanni miðilsins verði að minnsta kosti fimmtíu gíslum sleppt úr haldi Hamas yfir næstu daga. Þar af séu um fjörutíu börn. Í skiptum eiga Ísraelar að sleppa um þrjú hundruð Palestínumönnum úr haldi og þar á meðal konur og börn. Vopnahlé á að standa yfir í nokkra daga, á meðan þessi skipti fara fram. Samkomulag verður líklega ekki gert opinbert fyrr en eftir ríkisstjórnarfundinn, þar sem ríkisstjórnin þarf að samþykkja losun fanga úr haldi Ísraela. Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir hléi á átökunum á Gasaströndinni, svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Ísraelar hafa ekki viljað gera það fyrr en Hamas-liðar sleppi gíslum. Um 240 gíslar voru teknir í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október. Þá hafa Ísraelar sagt að Hamas-liðar gætu notað vopnahlé til að styrkja varnir sínar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir 31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44 Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Fundurinn verður klukkan sex, eða klukkan átta að ísraelskum tíma. Tveimur tímum fyrir fundinn mun herráð Ísrael funda og einum tíma fyrir ríkisstjórnarfundinn mun öryggisráðið koma saman. Fjölmiðlar ytra hafa í dag haft eftir heimildarmönnum sínum í Katar (sem hafa komið að viðræðunum milli Ísraela og Hamas), í Ísrael og víðar að samkomulag sé í sjónmáli. Þá sendi leiðtogi Hamas frá sér yfirlýsingu um slíkt í morgun. Sjá einnig: Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur gefið út að hann vonist eftir góðum fréttum á næstunni. Hvað slíkt samkomulag myndi fela í sér liggur ekki fyrir en Channel 12 í Ísrael segir að samkvæmt heimildarmanni miðilsins verði að minnsta kosti fimmtíu gíslum sleppt úr haldi Hamas yfir næstu daga. Þar af séu um fjörutíu börn. Í skiptum eiga Ísraelar að sleppa um þrjú hundruð Palestínumönnum úr haldi og þar á meðal konur og börn. Vopnahlé á að standa yfir í nokkra daga, á meðan þessi skipti fara fram. Samkomulag verður líklega ekki gert opinbert fyrr en eftir ríkisstjórnarfundinn, þar sem ríkisstjórnin þarf að samþykkja losun fanga úr haldi Ísraela. Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir hléi á átökunum á Gasaströndinni, svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Ísraelar hafa ekki viljað gera það fyrr en Hamas-liðar sleppi gíslum. Um 240 gíslar voru teknir í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október. Þá hafa Ísraelar sagt að Hamas-liðar gætu notað vopnahlé til að styrkja varnir sínar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir 31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44 Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44
Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57
Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56
Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30