Hæstiréttur Bandaríkjanna setur sér siðareglur í fyrsta sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2023 08:33 Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fred Schilling Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sett sér siðareglur í fyrsta sinn en nokkrir dómarar við dómstólinn hafa sætt harðri gagnrýni síðustu misseri fyrir að þiggja alls konar gjafir. Aðrir dómstólar landsins hafa sætt siðareglum frá 1973 en í greinargerð með nýjum siðarlegum Hæstaréttar segir að þrátt fyrir að engar skriflegar siðareglur hafi gilt fyrir dómstólinn hafi dómarar við hann sætt „óskráðum siðareglum“, sem hafi verið sóttar hingað og þangað. Í greinargerðinni segir hins vegar einnig að vegna þess að engar skriflegar reglur hafi verið í gildi fyrir dómstólinn hafi sá „misskilningur“ orðið að dómararnir sættu alls engum reglum. Steve Vladeck, prófessor við University of Texas School of Law, sem hefur skrifað mikið um Hæstarétt Bandaríkjanna, segir reglurnar hálfkák, þar sem ekkert eftirlit verði haft með framfylgni þeirra. Siðareglurnar séu hins vegar til marks um að dómararnir séu meðvitaðir um að siðferði sé eitthvað sem skipti almenning máli og að þeir hafi séð sig tilneydda til að bregðast við gagnrýninni sem fram hefur komið. Dómararnir sakaðir um að þiggja gjafir og misnota aðstöðu sína Í reglunum er meðal annars fjallað um það hvernig dómurunum ber að hegða sér og framfylgja skyldum sínum. Þeim beri til að mynda að íhuga vel hvort það sé við hæfi að þeir komi fram á ákveðnum viðburðum. Þá fjalla reglurnar einnig um það hvenær þeim beri að segja sig frá máli, til að mynda ef þeir eru hlutdrægir gagnvart málsaðila eða ef niðurstaðan gæti haft veruleg áhrif á hagsmuni þeirra. Greint hefur verið frá því að Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas hafi þegið árleg ferðalög frá efnuðum og áhrifamiklum Repúblikana en auðjöfurinn, Harlan Crow, greiddi einnig skólagjöld ættingja Thomas sem bjó hjá dómaranum og greiddi fyrir hús þar sem móðir Thomas bjó. Annar dómari, Sonia Sotomayor, hefur verið sökuð um að nota starfsfólk dómstólsins til að selja bækur sínar á opinberum viðburðum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50 Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Aðrir dómstólar landsins hafa sætt siðareglum frá 1973 en í greinargerð með nýjum siðarlegum Hæstaréttar segir að þrátt fyrir að engar skriflegar siðareglur hafi gilt fyrir dómstólinn hafi dómarar við hann sætt „óskráðum siðareglum“, sem hafi verið sóttar hingað og þangað. Í greinargerðinni segir hins vegar einnig að vegna þess að engar skriflegar reglur hafi verið í gildi fyrir dómstólinn hafi sá „misskilningur“ orðið að dómararnir sættu alls engum reglum. Steve Vladeck, prófessor við University of Texas School of Law, sem hefur skrifað mikið um Hæstarétt Bandaríkjanna, segir reglurnar hálfkák, þar sem ekkert eftirlit verði haft með framfylgni þeirra. Siðareglurnar séu hins vegar til marks um að dómararnir séu meðvitaðir um að siðferði sé eitthvað sem skipti almenning máli og að þeir hafi séð sig tilneydda til að bregðast við gagnrýninni sem fram hefur komið. Dómararnir sakaðir um að þiggja gjafir og misnota aðstöðu sína Í reglunum er meðal annars fjallað um það hvernig dómurunum ber að hegða sér og framfylgja skyldum sínum. Þeim beri til að mynda að íhuga vel hvort það sé við hæfi að þeir komi fram á ákveðnum viðburðum. Þá fjalla reglurnar einnig um það hvenær þeim beri að segja sig frá máli, til að mynda ef þeir eru hlutdrægir gagnvart málsaðila eða ef niðurstaðan gæti haft veruleg áhrif á hagsmuni þeirra. Greint hefur verið frá því að Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas hafi þegið árleg ferðalög frá efnuðum og áhrifamiklum Repúblikana en auðjöfurinn, Harlan Crow, greiddi einnig skólagjöld ættingja Thomas sem bjó hjá dómaranum og greiddi fyrir hús þar sem móðir Thomas bjó. Annar dómari, Sonia Sotomayor, hefur verið sökuð um að nota starfsfólk dómstólsins til að selja bækur sínar á opinberum viðburðum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50 Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito, þáði ferð til Alaska í einkaflugvél hægri sinnaðs auðjöfurs sem hefur síðan þá tengst fjölmörgum málum sem farið hafa fyrir Hæstarétt. Alito hefur þó aldrei sagt sig frá þeim málum, þó siðferðissérfræðingar segja að hann hefði átt að gera það. 21. júní 2023 08:50
Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. 5. maí 2023 10:24