Íslenski boltinn

Bjarni Guð­jón í Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni Guðjón Brynjólfsson í búningi Vals.
Bjarni Guðjón Brynjólfsson í búningi Vals. valur

Fótboltamaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson er genginn í raðir Vals. Hann samdi við félagið út tímabilið 2026.

Bjarni kemur til Vals frá Þór á Akureyri þar sem hann er uppalinn. Á síðasta tímabili lék hann alla 22 leiki Þórsara í Lengjudeildinni og skoraði fimm mörk.

Hinn nítján ára Bjarni, sem er miðjumaður, hefur alls leikið 68 leiki fyrir Þór í deild og bikar og skorað sautján mörk.

Bjarni hefur leikið ellefu leiki fyrir U-19 ára landsliðið og lék meðal annars með því á EM í sumar. Þá hefur hann leikið einn leik fyrir U-21 árs landsliðið.

Valur endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Auk Bjarna hefur félagið samið við Gísla Laxdal Unnarsson. Hann kom til Vals frá ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×