Pochettino bað Pep afsökunar á hegðun sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 07:31 Mauricio Pochettino var mjög reiður í leikslok eftir 4-4 jafntefli í leik Chelsea og Manchester City í gær. Getty/Robin Jones Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, missti stjórn á sér eftir dramatískt 4-4 jafntefli Chelsea og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Pochettino sá eftir öllu saman þegar hann var búinn að ná sér niður eftir leikinn. Á blaðamannafundi bað hann dómaratríóið og knattspyrnustjóra City afsökunar. Pochettino rauk út á völlinn í leikslok til að rífast við Anthony Taylor dómara en ástæðan var að leikurinn var flautaður af þegar Chelsea var í lofandi sókn. Pochettino did not shake hands with Guardiola at the end of the 4-4. He stormed onto the pitch in rage towards the match officials as soon as the whistle went, reports @spbajko. pic.twitter.com/65AvOthKpT— EuroFoot (@eurofootcom) November 12, 2023 Pochettino tók ekki í höndina á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og fékk síðan gult spjald fyrir mótmælin við dómarann áður en starfsmenn hans drógu hann í burtu. „Ég þarf að biðja Anthony [Taylor] og dómarana afsökunar. Á þessari stundu þá fannst mér að Raheem [Sterling] væri að sleppa í gegn til að skora fimmta markið. Þá var leikurinn flautaður af. Ég fer til Anthony: Hvað í and... er í gangi. Af hverju stoppar þú leikinn,“ sagði Mauricio Pochettino. ESPN segir frá. „Ég snéri síðan við og sagði að ég ætti skilið að fá gult spjald. Ég fór yfir línuna. Ég vil biðjast afsökunar af því að svona hegðun leit ekki vel út fyrir mig né fyrir fótboltann,“ sagði Pochettino en blaðamenn spurðu hann líka út í það að hafa ekki tekið í höndina á Guardiola eftir leikinn. Pep Guardiola on Mauricio Pochettino not shaking his hand: It's completely fine. It's emotion. I don't want to make a thing about it. pic.twitter.com/6A6vCPwd5s— City Report (@cityreport_) November 12, 2023 „Ég vil líka biðja hann afsökunar. Ég bara sá hann ekki. Ég var svo einbeittur á það sem hafði gerst í lokin. Ég vil einnig biðja Pep afsökunar,“ sagði Pochettino. Guardiola sjálfur gerði lítið úr atvikinu og sagði að þetta væri ekkert vandamál og hann hefði engan áhuga á að ræða það frekar. Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Pochettino sá eftir öllu saman þegar hann var búinn að ná sér niður eftir leikinn. Á blaðamannafundi bað hann dómaratríóið og knattspyrnustjóra City afsökunar. Pochettino rauk út á völlinn í leikslok til að rífast við Anthony Taylor dómara en ástæðan var að leikurinn var flautaður af þegar Chelsea var í lofandi sókn. Pochettino did not shake hands with Guardiola at the end of the 4-4. He stormed onto the pitch in rage towards the match officials as soon as the whistle went, reports @spbajko. pic.twitter.com/65AvOthKpT— EuroFoot (@eurofootcom) November 12, 2023 Pochettino tók ekki í höndina á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, og fékk síðan gult spjald fyrir mótmælin við dómarann áður en starfsmenn hans drógu hann í burtu. „Ég þarf að biðja Anthony [Taylor] og dómarana afsökunar. Á þessari stundu þá fannst mér að Raheem [Sterling] væri að sleppa í gegn til að skora fimmta markið. Þá var leikurinn flautaður af. Ég fer til Anthony: Hvað í and... er í gangi. Af hverju stoppar þú leikinn,“ sagði Mauricio Pochettino. ESPN segir frá. „Ég snéri síðan við og sagði að ég ætti skilið að fá gult spjald. Ég fór yfir línuna. Ég vil biðjast afsökunar af því að svona hegðun leit ekki vel út fyrir mig né fyrir fótboltann,“ sagði Pochettino en blaðamenn spurðu hann líka út í það að hafa ekki tekið í höndina á Guardiola eftir leikinn. Pep Guardiola on Mauricio Pochettino not shaking his hand: It's completely fine. It's emotion. I don't want to make a thing about it. pic.twitter.com/6A6vCPwd5s— City Report (@cityreport_) November 12, 2023 „Ég vil líka biðja hann afsökunar. Ég bara sá hann ekki. Ég var svo einbeittur á það sem hafði gerst í lokin. Ég vil einnig biðja Pep afsökunar,“ sagði Pochettino. Guardiola sjálfur gerði lítið úr atvikinu og sagði að þetta væri ekkert vandamál og hann hefði engan áhuga á að ræða það frekar.
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira