Flytja nýbura af spítalanum sem enn er án rafmagns Lovísa Arnardóttir skrifar 12. nóvember 2023 08:25 Myndin er tekin á Nasser spítalanum í Khan Yunis á Gasa í nótt. Vísir/Getty Starfsfólk á stærsta spítala Gasa, al-Shifa, segja sjúklinga og fólk á flótta fast í hræðilegu ástandi á meðan átök fara fram í nærliggjandi götum. Ísraelsher segist ætla að aðstoða við flutning nýbura af spítalanum í dag. Átök hafa geisað við spítalann í tvo daga. Ekkert vatn er á al-Shifa spítalanum, matur eða rafmagn. Tvö börn eru sögð látin í kjölfar þess að rafmagn fór af, eitt var í öndunarvél og annað í hitakassa. Læknar spítalans segja 20 börn til viðbótar í viðkvæmri stöðu sem voru í meðferð á nýburadeild spítalans. Ísraelar hafa lýst því yfir að hægt verði að flytja börnin á annan spítala síðar í dag. Talsmaður ísraelska hersins sagði spítalann hafa óskað eftir aðstoð og að Ísraelsher myndi veita þeim hana. Á vef BBC segir að þeim hafi verið sendar myndir af 20 nýburum á skurðstofu en þau voru flutt þangað eftir að rafmagn fór af bráðamóttöku nýburadeildarinnar. Samtök lækna á svæðinu hafa varað við því að ef ekkert verði gert geti 37 nýburar til viðbótar dáið. Þá kemur einnig fram á vref BBC að frásagnir frá fólki á spítalanum séu hryllilegar. Þar sé reglulega slegist, sjúklingar sem hafi farið í aðgerð geti ekki farið og að lík þeirra sem látin eru hlaðist upp án þess að hægt sé að jarða þau. Eftir að rafmagn fór af kælum þar sem líkin eru geymd óttast læknar um smit og sjúkdóma. Hamas vinni undir spítalanum Þúsundir hafa leitað skjóls í spítalanum en þar hafa geisað hörð átök síðustu tvo daga. Ísraelsher hefur ítrekað sakað Hamas um starfrækja höfuðstöðvar sínar undir spítalanum, en Hamas segir það ekki rétt. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa mörg fordæmt átökin á og við spítalann. .@WHO has lost communication with its contacts in Al-Shifa Hospital in northern Gaza. As horrifying reports of the hospital facing repeated attacks continue to emerge, we assume our contacts joined tens of thousands of displaced people and are fleeing the area. pic.twitter.com/SouW2W3cad— WHO Regional Office for the Eastern Mediterranean (@WHOEMRO) November 12, 2023 Átökin á Gasa hafa nú geisað í meira en mánuð. Allt frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, myrti um 1.200 manns og tók 200 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher myrt um 11 þúsund almenna borgara í Palestínu í árásum sínum. Um helmingur þeirra sem látin eru á Gasa eru börn. Ekkert vopnahlé án þess að gíslum sé sleppt Netanyahu hefur hingað til ekki viljað samþykkja vopnahlé nema að öllum 239 gíslum Hamas sé sleppt en hann ítrekaði það í ávarpi í sjónvarpi í gær. „Stríðið gegn Hamas heldur áfram af fullum krafti, og það er aðeins eitt markmið, að vinna. Það er enginn annar valmöguleiki en að sigra,“ sagði hann í ávarpi sínu. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 10. nóvember 2023 17:10 Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ekkert vatn er á al-Shifa spítalanum, matur eða rafmagn. Tvö börn eru sögð látin í kjölfar þess að rafmagn fór af, eitt var í öndunarvél og annað í hitakassa. Læknar spítalans segja 20 börn til viðbótar í viðkvæmri stöðu sem voru í meðferð á nýburadeild spítalans. Ísraelar hafa lýst því yfir að hægt verði að flytja börnin á annan spítala síðar í dag. Talsmaður ísraelska hersins sagði spítalann hafa óskað eftir aðstoð og að Ísraelsher myndi veita þeim hana. Á vef BBC segir að þeim hafi verið sendar myndir af 20 nýburum á skurðstofu en þau voru flutt þangað eftir að rafmagn fór af bráðamóttöku nýburadeildarinnar. Samtök lækna á svæðinu hafa varað við því að ef ekkert verði gert geti 37 nýburar til viðbótar dáið. Þá kemur einnig fram á vref BBC að frásagnir frá fólki á spítalanum séu hryllilegar. Þar sé reglulega slegist, sjúklingar sem hafi farið í aðgerð geti ekki farið og að lík þeirra sem látin eru hlaðist upp án þess að hægt sé að jarða þau. Eftir að rafmagn fór af kælum þar sem líkin eru geymd óttast læknar um smit og sjúkdóma. Hamas vinni undir spítalanum Þúsundir hafa leitað skjóls í spítalanum en þar hafa geisað hörð átök síðustu tvo daga. Ísraelsher hefur ítrekað sakað Hamas um starfrækja höfuðstöðvar sínar undir spítalanum, en Hamas segir það ekki rétt. Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa mörg fordæmt átökin á og við spítalann. .@WHO has lost communication with its contacts in Al-Shifa Hospital in northern Gaza. As horrifying reports of the hospital facing repeated attacks continue to emerge, we assume our contacts joined tens of thousands of displaced people and are fleeing the area. pic.twitter.com/SouW2W3cad— WHO Regional Office for the Eastern Mediterranean (@WHOEMRO) November 12, 2023 Átökin á Gasa hafa nú geisað í meira en mánuð. Allt frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, myrti um 1.200 manns og tók 200 gísla. Frá þeim tíma hefur Ísraelsher myrt um 11 þúsund almenna borgara í Palestínu í árásum sínum. Um helmingur þeirra sem látin eru á Gasa eru börn. Ekkert vopnahlé án þess að gíslum sé sleppt Netanyahu hefur hingað til ekki viljað samþykkja vopnahlé nema að öllum 239 gíslum Hamas sé sleppt en hann ítrekaði það í ávarpi í sjónvarpi í gær. „Stríðið gegn Hamas heldur áfram af fullum krafti, og það er aðeins eitt markmið, að vinna. Það er enginn annar valmöguleiki en að sigra,“ sagði hann í ávarpi sínu.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 10. nóvember 2023 17:10 Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ekkert bendir til að blaðamenn á Gasa hafi vitað af árásunum Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 10. nóvember 2023 17:10
Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. 10. nóvember 2023 11:07
Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54
Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01