Tók upp byssu þegar samstarfsmaður hótaði að spilla Top Gun Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 09:50 Tom Cruise tók ekki upp byssu. Hann er stjarna Top Gun: Maverick. The Chosunilbo JNS/Getty Ástralskur lögreglumaður hefur verið sakfelldur fyrir að fara óvarlega með skotvopn eftir að hafa otað því að samstarfsfélaga. Sá hafði séð stórmyndina Top Gun: Maverick kvöldið áður og hótaði að spilla söguþræði hennar. Í frétt ástralska ríkissjónvarpsins segir að lögreglumaðurinn, Dominic Francis Gaynor, hafi verið að vinna í móttöku lögreglustöðvar í Sydney þegar samstarfsmaður hans, Morgan Royston, hóf að spjalla við hann um kvikmyndina, þar sem Tom Cruise fer með aðalhlutverkið. „Ég spilli henni fyrir þér,“ sé haft eftir Royston í gögnum dómsmálsins vegna atviksins. Gaynor er þá sagður hafa farið að hlæja og sagt Royston að spilla myndinni ekki. Því næst hafi hann stigið skrefinu lengra í gríninu, dregið upp skammbyssu sína og sagt: „Annars skýt ég þig!“ Hætti í löggunni Fyrir dómi sagði Royston að honum hefði ekki þótt grín Gaynors neitt fyndið. Eftir atvikið hafi hann orðið mjög kvíðinn og lagst í þunglyndi. Hann hefði alltaf dreymt um að verða lögreglumaður, en hann var enn á tímabundnum ráðningarsamningi hjá lögreglunni, en að eftir atvikið hafi hann neyðst til þess að gefa drauminn upp á bátinn. „Ég hef algjörlega tapað trausti og aðdáun minni á lögreglunni í Nýja Suður-Wales. Þegar ég sé lögregluþjóna í dag finn ég fyrir þörf til að fylgjast með þeim og ganga úr skugga um að þeir séu ekki að munda skotvopn sín.“ Grín og gaman Verjandi Gaynors sagði við réttarhöldin að það myndi kosta Gaynor starfið og æruna yrði hann sakfelldur fyrir athæfi hans. Hann hefði ekki haft neinn illan ásetning til þess að hræða Royston. „Þetta er mál þar sem grín og gaman á vinnustaðnum hefur farið út af sporinu.“ Dómari í málinu ákvað að dæma Gaynor til hundrað klukkustunda samfélagsþjónustu og tveggja ára skilorðs. Ástralía Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Í frétt ástralska ríkissjónvarpsins segir að lögreglumaðurinn, Dominic Francis Gaynor, hafi verið að vinna í móttöku lögreglustöðvar í Sydney þegar samstarfsmaður hans, Morgan Royston, hóf að spjalla við hann um kvikmyndina, þar sem Tom Cruise fer með aðalhlutverkið. „Ég spilli henni fyrir þér,“ sé haft eftir Royston í gögnum dómsmálsins vegna atviksins. Gaynor er þá sagður hafa farið að hlæja og sagt Royston að spilla myndinni ekki. Því næst hafi hann stigið skrefinu lengra í gríninu, dregið upp skammbyssu sína og sagt: „Annars skýt ég þig!“ Hætti í löggunni Fyrir dómi sagði Royston að honum hefði ekki þótt grín Gaynors neitt fyndið. Eftir atvikið hafi hann orðið mjög kvíðinn og lagst í þunglyndi. Hann hefði alltaf dreymt um að verða lögreglumaður, en hann var enn á tímabundnum ráðningarsamningi hjá lögreglunni, en að eftir atvikið hafi hann neyðst til þess að gefa drauminn upp á bátinn. „Ég hef algjörlega tapað trausti og aðdáun minni á lögreglunni í Nýja Suður-Wales. Þegar ég sé lögregluþjóna í dag finn ég fyrir þörf til að fylgjast með þeim og ganga úr skugga um að þeir séu ekki að munda skotvopn sín.“ Grín og gaman Verjandi Gaynors sagði við réttarhöldin að það myndi kosta Gaynor starfið og æruna yrði hann sakfelldur fyrir athæfi hans. Hann hefði ekki haft neinn illan ásetning til þess að hræða Royston. „Þetta er mál þar sem grín og gaman á vinnustaðnum hefur farið út af sporinu.“ Dómari í málinu ákvað að dæma Gaynor til hundrað klukkustunda samfélagsþjónustu og tveggja ára skilorðs.
Ástralía Grín og gaman Bíó og sjónvarp Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira