Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2023 07:58 Andrzej Duda, forseti Póllands og Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra Póllands, árið 2017. AP Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. Forsetinn Duda sagði í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar í gærkvöldi að hann hafi tekið ákvörðunina eftir yfirvegaða greiningu og samráð, en hann hefur síðustu vikurnar átt samtöl við formenn flokka sem náðu mönnum á þing í kosningunum. Duda var náinn bandamaður Morawiecki áður en hann tók við embætti forseta. Rafal Bochenek, talsmaður PiS, fagnaði ákvörðun forsetans og sagði ákvörðunina staðfestingu á langvarandi stjórnskipulegri hefð í landinu. Duda sagði fyrir kosningarnar að hann myndi fyrst veita leiðtoga stærsta flokksins á þingi umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum. Misstu meirihlutann Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta sinn. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Saman náðu flokkarnir þrír meirihluta og hafa leiðtogar þeirra sagst munu vilja mynda nýja stjórn með Tusk sem forsætisráðherra. Ólíklegt verður því að teljast að Morawiecki takist að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa fengið umboð til þess frá forsetanum nú. Fari svo að Morawiecki og PiS nái ekki að mynda nýja ríkisstjórn fellur það í skaut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, mögulega þá Tusk. Hann þyrfti þá að standa af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu til að verða næsti forsætisráðherra og mynda nýja stjórn. Takist það ekki heldur er það forsetans, Duda, að velja síðasta mann til að reyna að mynda stjórn eða þá að boða til nýrra kosninga. Verði forsætisráðherra, sama hvað Duda muni gera Tusk ávarpaði stuðningsmenn skömmu fyrir ávarp Duda í gærkvöldi og sagði þar að hann yrði næsti forsætisráðherra, sama hver ákvörðun Duda yrði. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Forsetinn Duda sagði í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar í gærkvöldi að hann hafi tekið ákvörðunina eftir yfirvegaða greiningu og samráð, en hann hefur síðustu vikurnar átt samtöl við formenn flokka sem náðu mönnum á þing í kosningunum. Duda var náinn bandamaður Morawiecki áður en hann tók við embætti forseta. Rafal Bochenek, talsmaður PiS, fagnaði ákvörðun forsetans og sagði ákvörðunina staðfestingu á langvarandi stjórnskipulegri hefð í landinu. Duda sagði fyrir kosningarnar að hann myndi fyrst veita leiðtoga stærsta flokksins á þingi umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum. Misstu meirihlutann Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta sinn. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Saman náðu flokkarnir þrír meirihluta og hafa leiðtogar þeirra sagst munu vilja mynda nýja stjórn með Tusk sem forsætisráðherra. Ólíklegt verður því að teljast að Morawiecki takist að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa fengið umboð til þess frá forsetanum nú. Fari svo að Morawiecki og PiS nái ekki að mynda nýja ríkisstjórn fellur það í skaut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, mögulega þá Tusk. Hann þyrfti þá að standa af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu til að verða næsti forsætisráðherra og mynda nýja stjórn. Takist það ekki heldur er það forsetans, Duda, að velja síðasta mann til að reyna að mynda stjórn eða þá að boða til nýrra kosninga. Verði forsætisráðherra, sama hvað Duda muni gera Tusk ávarpaði stuðningsmenn skömmu fyrir ávarp Duda í gærkvöldi og sagði þar að hann yrði næsti forsætisráðherra, sama hver ákvörðun Duda yrði. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump kynnir friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Sjá meira
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15
Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“