Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Lovísa Arnardóttir skrifar 18. október 2023 09:04 Donald Tusk mun líklega leiða næstu ríkisstjórn Póllands. Vísir/EPA Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. Leiðtogi Borgaravettvangsins í Póllandi, Donald Tusk, hefur hvatt forseta landsins, Andrzej Duda, til þess að fresta því ekki of lengi að kalla þing saman. Kosningar fóru fram um helgina í Póllandi þar sem þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náðu að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum. Samkvæmt lögum hefur forseti landsins 30 daga til að kalla þing saman á ný í kjölfar kosninga. Eftir það verður að tilnefna einhvern í embætti forsætisráðherra sem hefur svo 14 daga til að tryggja sér meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi í embættið. Fjallað er um málið á vef CNN. Tusk, sem leiðtogi Borgaravettvangsins, er líklegastur til að ná þingmeirihluta með Nýja vinstrinu og Þriðju leiðinni en flokkarnir tveir hafa báðir gefið það út að þeir vilji mynda nýja ríkisstjórn með flokki Tusk. „Herra forseti, vinsamlegast taktu kröftuga og fljóta ákvörðun. Lýðræðislegu flokkarnir sem fóru með sigur af hólmi eru tilbúnar að takast á við þá ábyrgð að stjórna landinu. Fólkið bíður!“ sagði Tusk í yfirlýsingu til forsetans í gær. Búist er við því að ríkisstjórnarviðræður muni taka nokkurn tíma. Lög og réttlæti sem hefur leitt landið síðustu átta árin fékk flest atkvæði en missti þingmeirihluta og er því ekki líklegt að flokkurinn geti myndað ríkisstjórn. Leiðtogi flokksins og núverandi forsætisráðherra Mateusz Morawiecki hefur sagt að þau ætli að reyna það en möguleikar þeirra eru litlir á að ná því. Nýttu ríkisfjármuni og fjölmiðla með óeðlilegum hætti Tusk lofaði því í kosningabaráttunni að endurreisa lýðræðisleg norm í Póllandi og að auka á ný samvinnu við aðra evrópska leiðtoga. Í yfirlýsingu frá kosningaeftirliti ÖSE, sem fylgdist með kosningunum í Póllandi, segir að kosningarnar hafi verið háðar á ójöfnum velli. Lög og réttlæti hafi staðið betur að vígi en aðrir flokkar vegna óviðeigandi notkunar þeirra á bæði fjölmiðlum og ríkisfjármunum í kosningabaráttunni. Þar kom þó einnig fram að kosningaþátttaka hafi verið afar góð og að kjósendum hafi staðið margir valmöguleikar til boða í frjálsum og opnum kosningum. Áhrif á fjölmiðla og notkun á ríkisfjármunum hafi þó sett svartan blett á framkvæmdina. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Leiðtogi Borgaravettvangsins í Póllandi, Donald Tusk, hefur hvatt forseta landsins, Andrzej Duda, til þess að fresta því ekki of lengi að kalla þing saman. Kosningar fóru fram um helgina í Póllandi þar sem þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náðu að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum. Samkvæmt lögum hefur forseti landsins 30 daga til að kalla þing saman á ný í kjölfar kosninga. Eftir það verður að tilnefna einhvern í embætti forsætisráðherra sem hefur svo 14 daga til að tryggja sér meirihluta í atkvæðagreiðslu á þingi í embættið. Fjallað er um málið á vef CNN. Tusk, sem leiðtogi Borgaravettvangsins, er líklegastur til að ná þingmeirihluta með Nýja vinstrinu og Þriðju leiðinni en flokkarnir tveir hafa báðir gefið það út að þeir vilji mynda nýja ríkisstjórn með flokki Tusk. „Herra forseti, vinsamlegast taktu kröftuga og fljóta ákvörðun. Lýðræðislegu flokkarnir sem fóru með sigur af hólmi eru tilbúnar að takast á við þá ábyrgð að stjórna landinu. Fólkið bíður!“ sagði Tusk í yfirlýsingu til forsetans í gær. Búist er við því að ríkisstjórnarviðræður muni taka nokkurn tíma. Lög og réttlæti sem hefur leitt landið síðustu átta árin fékk flest atkvæði en missti þingmeirihluta og er því ekki líklegt að flokkurinn geti myndað ríkisstjórn. Leiðtogi flokksins og núverandi forsætisráðherra Mateusz Morawiecki hefur sagt að þau ætli að reyna það en möguleikar þeirra eru litlir á að ná því. Nýttu ríkisfjármuni og fjölmiðla með óeðlilegum hætti Tusk lofaði því í kosningabaráttunni að endurreisa lýðræðisleg norm í Póllandi og að auka á ný samvinnu við aðra evrópska leiðtoga. Í yfirlýsingu frá kosningaeftirliti ÖSE, sem fylgdist með kosningunum í Póllandi, segir að kosningarnar hafi verið háðar á ójöfnum velli. Lög og réttlæti hafi staðið betur að vígi en aðrir flokkar vegna óviðeigandi notkunar þeirra á bæði fjölmiðlum og ríkisfjármunum í kosningabaráttunni. Þar kom þó einnig fram að kosningaþátttaka hafi verið afar góð og að kjósendum hafi staðið margir valmöguleikar til boða í frjálsum og opnum kosningum. Áhrif á fjölmiðla og notkun á ríkisfjármunum hafi þó sett svartan blett á framkvæmdina.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir „Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09 Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26 Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. 16. október 2023 17:09
Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. 16. október 2023 13:26
Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“