Innlent

Eldur kviknaði á veitinga­stað á Sel­fossi

Árni Sæberg skrifar
Eldurinn kviknaði á veitingastað á Selfossi.
Eldurinn kviknaði á veitingastað á Selfossi. Stöð 2/Arnar

Slökkvilið Árnessýslu er að störfum á veitingastaðnum Krisp á Selfossi, þar sem eldur kviknaði á tólfta tímanum.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir í samtali við Vísi að veitingastaðurinn sé nálægt slökkvistöðinni á Selfossi og því hafi slökkviliðsmenn verið mættir á vettvang skömmu eftir að tilkynning um eldinn barst.

Slökkviliðsmenn séu búnir að ná tökum á eldinum og vinni nú að því að reykræsta og leita af sér grun um að eldur leynist enn í húsinu.

Þá segir hann að líklegast sé að eldur hafi kviknað í feiti inni í eldhúsi staðarins, en það sé þó ekki staðfest.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×