Enski boltinn

Luis Díaz biðlaði til mannræningjanna að láta föður sinn lausan

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luis Díaz óskaði föður sínum frelsi í leik gegn Luton og sneri sér svo til samfélagsmiðla
Luis Díaz óskaði föður sínum frelsi í leik gegn Luton og sneri sér svo til samfélagsmiðla

Luis Díaz sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hann biðlar til kólumbísku skæruliðasamtakanna Ejercito de Liberacion Nacional (ELN) að sleppa föður sínum en hann hefur verið í haldi mannræningja í rúma viku. 

Föður hans, Luis Manuel Díaz og móður hans, Cilenis Marulanda var rænt af bensínstöð í heimaborg sinni Barrancas. Móðurinni var sleppt úr haldi samdægurs, skæruliðasamtökin ELN lýstu yfir ábyrgð í málinu í fyrradag og sögðust ætla að láta föðurinn lausan en hafa ekki efnt loforð sitt.

Leikmaðurinn sneri aftur á völlinn eftir tveggja leikja fjarveru vegna málsins og skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli Liverpool gegn Luton. Díaz fagnaði markinu ekki en lyfti treyju sinni og sýndi skilaboðin 'libertad para papa', það þýðist einfaldlega yfir á íslensku sem „frelsi fyrir pabba“. 

Luis Díaz tjáði sig svo í fyrsta skipti á samfélagsmiðlum um málið eftir leikinn gegn Luton. Hann tileinkaði föður sínum jöfnunarmarkið en kvaðst ekki stíga fram sem leikmaður Liverpool heldur sem manneskja og sonur sem óttaðist líf föður síns. 

„Ég bið ELN að láta föður minn lausan þegar í stað og biðla til alþjóðlegra yfirvalda að miðla málum svo hægt sé að tryggja öryggi hans og frelsi. Hverju einustu sekúndu og mínútu sem líður eykst þjáning okkar. Móðir mín, bræður mínir og ég erum örvæntingafull, áhyggjufull og getum var lýst því sem við erum að ganga í gegnum.“


Tengdar fréttir

Segjast ætla að sleppa föður Luis Diaz

Faðir Liverpool leikmannsins Luis Diaz er vonandi á heimleið sem fyrst. Honum var rænt af skæruliðasamtökum sem segjast nú ætla að sleppa honum.

Luton - Liver­pool 1-1 | Gestirnir jöfnuðu leikinn í uppbótartíma

Luton var hársbreidd frá öðrum sigri sínum á tímabili þegar þeir tóku á móti Liverpool. Gestirnir frá Bítlaborginni höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum leiksins en gekk illa að koma boltanum í markið, Luton komst svo marki yfir undir lok leiks en héldu ekki út uppbótartímann. Luis Diaz skoraði jöfnunarmarkið og tileinkaði það föður sínum, sem er enn í haldi mannræningja í Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×