Jafnaði leikinn í uppbótartíma og til­einkaði föður sínum markið

Luis Diaz óskaði eftir frelsi fyrir föður sinn sem hefur verið í haldi mannræningja í rúma viku.
Luis Diaz óskaði eftir frelsi fyrir föður sinn sem hefur verið í haldi mannræningja í rúma viku. GOAL

Luton komust hársbreidd frá öðrum sigri sínum á tímabili þegar þeir tóku á móti Liverpool. Lokaniðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Gestirnir frá Bítlaborginni höfðu mikla yfirburði á öllum sviðum leiksins en gekk illa að koma boltanum í markið, Luton komst svo marki yfir undir lok leiks en héldu ekki út uppbótartímann. Luis Diaz skoraði jöfnunarmarkið og tileinkaði það föður sínum, sem er enn í haldi mannræningja í Kólumbíu. 

Darwin Nunez var sjóðheitur í leiknum og átti nokkrar fínar marktilraunir, þar af eitt skot í slánna af stuttu færi. Kauðinn klikkaði svo á sannkölluðu dauðafæri á 70. mínútu þegar Mohamed Salah skallaði boltann þvert yfir markið á Nunez sem stóð um meter frá markinu. Markmaðurinn kom engum vörnum við en á einhvern ótrúlegan hátt tókst Nunez að skjóta boltanum yfir markið.

Þvert gegn gangi leiksins skoraði Tahith Chong svo opnunarmarkið á 80. mínútu leiksins.

Markið kom úr skyndisókn eftir hornspyrnu Liverpool. Virgil Van Dijk náði þar skalla í átt að marki en Ross Barkley komst fyrir boltann. Barkley notaði höndina óviljandi og varði boltann frá markinu en dómarar leiksins töldu ekki tilefni til vítaspyrnu vegna þess að Barkley sneri baki í boltann þegar atvikið átti sér stað. Luton liðið brunaði upp og kom boltanum í netið hinum megin.

Liverpool var 90% af tímanum með boltann eftir að hafa lent marki undir og sóttu hart að marki gestanna. Jöfnunarmarkið skoraði svo Luis Diaz með skalla eftir fyrirgjöf frá Harvey Elliott, báðir komu þeir inn á sem varamenn í seinni hálfleik. Diaz lyfti treyju sinni þegar hann fagnaði markinu og sýndi skilaboðin 'libertad para papa'Segjast ætla að sleppa föður Luis Diaz ,þýðist lauslega yfir á íslensku sem „frelsi fyrir pabba“ en faðir hans hefur verið í haldi mannræningja í rúma viku.

Fleiri urðu mörkin ekki og liðin gengu frá borði með eitt stig hver.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira