Erlent

Minnst 150 látnir eftir jarð­skjálftann í Nepal

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skjálftinn olli mikilli eyðileggingu. 
Skjálftinn olli mikilli eyðileggingu.  EPA

Meira en 150 eru látnir eftir jarðskjálftann sem reið yfir vesturhluta Nepal í gær. Skjálftinn var 5,6 að stærð.

Jarðskjálftinn fannst víða, meðal annars í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, sem er um sex hundruð kílómetrum frá upptökum skjálftans. 

Skjálftinn átti upptök sín í Jajarkot í héraðinu Karnali, sem er tæpa fimm hundruð kílómetra frá Katmandú, höfuðborg Nepal.

Talsmaður nepalska hersins segir meira en hundrað manns særða og að spítalinn í Jajarkot-umdæmi væri troðfullur af fólki sem hefði særst. 

Skjálftinn varð laust fyrir miðnætti að staðartíma. Þrír snarpir eftirskjálftar mældust innan klukkustund eftir stóra skjálftann.

Jarðskjálftinn olli mikilli eyðileggingu en mörg hundruð hús eru sögð hafa hrunið. Björgunaðaðgerðir standa  enn yfir, að sögn sveitarstjóra Aathbiskot-umdæmis. 


Tengdar fréttir

Tugir látnir eftir jarð­skjálfta í Nepal

Að minnsta kosti 69 eru látnir eftir harðan jarðskjálfta í Nepal. Eyðileggingin er töluverð og fannst skjálftinn, sem var 5,6 að stærð, víða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×