Ferguson hefur skorað fimm deildarmörk á þessu tímabili en samtals tíu á árinu 2023.
Hin nítján ára gamli Ferguson varð þar með fyrstu táningurinn til að skora tíu mörk á einu almanaksári síðan Rooney afrekaði slíkt árið 2005.
Rooney var þá orðinn leikmaður Manchester United sem hafði keypt hann af uppeldisfélagi hans Everton í lok ágúst fyrir 25 milljónir punda sem var þá það mesta sem hafði verið borgað fyrir táning.
Rooney var aðeins átján ára þegar hann færði sig yfir til United og skoraði ellefu mörk á sínu fyrsta heila ári með Manchester liðinu.
Ferguson skoraði 6 mörk í 19 leikjum á síðustu leiktíð en er kominn með 5 mörk í 10 leikjum á þessari leiktíð.
Ungu strákarnir hjá Brighton hafa verið að standa sig vel en þeir hafa samtals skoraði 15 mörk á árinu 2023 eða 65 prósent marka táninga í deildinni. Næstu lið eru Aston Villa, Leeds og Manchester United með tvö mörk hver.
10 - Evan Ferguson is the first teenager to score 10+ goals in a single calendar year in the Premier League since Wayne Rooney in 2005 (11). Future. pic.twitter.com/CfnFgy6sRT
— OptaJoe (@OptaJoe) October 29, 2023