„Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2023 07:00 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Stöð 2 Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. „Fyrst og fremst léttir að því sé lokið. Búið að vera langt og strangt ferli. Þó ekkert lengra en við lögðum upp með í upphafi í ljósi hvaða mánuður er og á hvaða tímabili, það er langt í fyrsta leik þannig við tókum þá ákvörðun að gefa okkur tíma. Ræða við nokkra aðila, gefa mönnum færi á að kynna sína hugsjón og hvernig ætti að koma KR í fremstu röð, í sjálfum sér gáfum við okkur allan þann tíma sem við þurftum,“ sagði Páll í viðtali við Vísi og Stöð 2. „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi. Þannig á það að vera en við vorum ekki undir pressu. Að KR hafi verið í umræðunni kemur svo sem ekki á óvart en við gáfum okkur bara þann tíma sem til þurfti og erum sátt með þá endingu sem málið fékk.“ Klippa: Páll Kristjánsson: Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi Af hverju Gregg Ryder? „Hann rataði snemma á listann hjá okkur ásamt nokkrum aðilum sem við funduðum með. Hann er ungur að árum en þó með gríðarlega reynslu sem þjálfari. Þjálfað á Íslandi í einhver tíu ár og svo hefur hann verið í flottu starfi í Danmörku. Hann var alltaf á radarnum hjá okkur.“ „Geri mér grein fyrir að hann var ekki mikið í umræðunni hér á landi. Prófíllinn sem hann hefur, hans sýn, metnaður og þekking á leiknum - fyrir öll þau meðmæli sem hann fékk þá fannst okkur Gregg kjörinn kostur í þetta starf.“ „Hann er metnaðarfullur, vel menntaður þjálfari, hefur gefið af sér gott orð að vinna með ungum leikmönnum, hann spilar jákvæðan fótbolta – skemmtilegan fótbolta. Þeir sem hafa starfað með honum í gegnum tíðina, hér á landi eða erlendis, báru honum góða sögu. Við ræddum við hann, lögðum fyrir hann ákveðnar spurningar, hvar hann sæi KR fyrir sér eftir eitt, tvö og þrjú ár. Hvaða leiðir hann hygðist fara og það hljómaði vel, vorum samstíga hvað varðar sýn á leikinn. Okkur fannst hann smellpassa sem þjálfari meistaraflokks karla.“ Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Páll yfir hvað hann vill sjá gerast, stöðuna á Ole Martin Nesselquist – aðstoðarþjálfara og umræðuna í kringum þjálfaraleit KR. Besta deild karla KR Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
„Fyrst og fremst léttir að því sé lokið. Búið að vera langt og strangt ferli. Þó ekkert lengra en við lögðum upp með í upphafi í ljósi hvaða mánuður er og á hvaða tímabili, það er langt í fyrsta leik þannig við tókum þá ákvörðun að gefa okkur tíma. Ræða við nokkra aðila, gefa mönnum færi á að kynna sína hugsjón og hvernig ætti að koma KR í fremstu röð, í sjálfum sér gáfum við okkur allan þann tíma sem við þurftum,“ sagði Páll í viðtali við Vísi og Stöð 2. „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi. Þannig á það að vera en við vorum ekki undir pressu. Að KR hafi verið í umræðunni kemur svo sem ekki á óvart en við gáfum okkur bara þann tíma sem til þurfti og erum sátt með þá endingu sem málið fékk.“ Klippa: Páll Kristjánsson: Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi Af hverju Gregg Ryder? „Hann rataði snemma á listann hjá okkur ásamt nokkrum aðilum sem við funduðum með. Hann er ungur að árum en þó með gríðarlega reynslu sem þjálfari. Þjálfað á Íslandi í einhver tíu ár og svo hefur hann verið í flottu starfi í Danmörku. Hann var alltaf á radarnum hjá okkur.“ „Geri mér grein fyrir að hann var ekki mikið í umræðunni hér á landi. Prófíllinn sem hann hefur, hans sýn, metnaður og þekking á leiknum - fyrir öll þau meðmæli sem hann fékk þá fannst okkur Gregg kjörinn kostur í þetta starf.“ „Hann er metnaðarfullur, vel menntaður þjálfari, hefur gefið af sér gott orð að vinna með ungum leikmönnum, hann spilar jákvæðan fótbolta – skemmtilegan fótbolta. Þeir sem hafa starfað með honum í gegnum tíðina, hér á landi eða erlendis, báru honum góða sögu. Við ræddum við hann, lögðum fyrir hann ákveðnar spurningar, hvar hann sæi KR fyrir sér eftir eitt, tvö og þrjú ár. Hvaða leiðir hann hygðist fara og það hljómaði vel, vorum samstíga hvað varðar sýn á leikinn. Okkur fannst hann smellpassa sem þjálfari meistaraflokks karla.“ Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Páll yfir hvað hann vill sjá gerast, stöðuna á Ole Martin Nesselquist – aðstoðarþjálfara og umræðuna í kringum þjálfaraleit KR.
Besta deild karla KR Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó