Segja þrjú þúsund börn látin Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 15:27 Ísraelar hafa gert liinnulausar og mannskæðar loftárásir á Gasaströndina. AP/Hatem Ali Sendiherra Palestínu gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir þrjú þúsund börn hafa dáið í loftárásum Ísraela á Gasaströndina. Riyad Mansour, segir að stöðva þurfi sprengjuregnið. Auk barnanna segir Mansour að um 1.700 konur séu látnar og í heildina hafi um sjö þúsund manns fallið loftárásunum. Hann segir langflest þeirra vera óbreytta borgara, samkvæmt frétt Sky News. „Þetta eru glæpir. Þetta er villimennska,“ sagði Mansour. Hann sagði einnig að ef sprengjuregnið og átökin yrðu ekki stöðvuð myndu þau vinda upp á sig og dreifast til annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Einn talsmanna Hamas-samtakanna, sem stjórna Gasaströndinni, sagði Sky í dag að um fimmtíu af þeim minnst 224 gíslum sem Hamas-liðar tóku í árásinni á Ísrael þann 7. október, hafi fallið í loftárásum Ísraela. AP fréttaveitan segir loftárásir sem gerðar voru í dag hafa hæft flóttamannabúðir í Khan Younis í suðurhluta Gasa. Átta heimili í eigu sömu stórfjölskyldunnar hafi verið jöfnuð við jörðu og minnst fimmtán manns hafi fallið, þar af minnst einn drengur. Hafa dregið úr aðstoð Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið úr aðstoð sinni við íbúa á gasa, þar sem eldsneytisbirgðir þeirra eru að klárast. Því hefur þurft að draga úr stuðningi við sjúkrahús, þar sem álag er gífurlegt, og bakarí. BBC hefur eftir Julietta Touma, frá Sameinuðu þjóðunum, að aðstæðurnar á Gasaströndinni séu fordæmalausar. Verið sé að kyrkja tvær milljónir manna og lítil aðstoð berist þangað. „Við erum stærstu hjálparsamtökin og við erum á barmi þess að hætta aðstoð okkar. Okkur er meinað að gera það sem allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað okkur að gera. Það eina sem við biðjum um er að fá að vinna vinnuna okkar,“ sagði Touma. Yfirvöld í Ísrael hafa meinað flutning eldsneytis inn á Gasaströndina á þeim grundvelli að það gæti reynst Hamas-samtökunum vel. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Auk barnanna segir Mansour að um 1.700 konur séu látnar og í heildina hafi um sjö þúsund manns fallið loftárásunum. Hann segir langflest þeirra vera óbreytta borgara, samkvæmt frétt Sky News. „Þetta eru glæpir. Þetta er villimennska,“ sagði Mansour. Hann sagði einnig að ef sprengjuregnið og átökin yrðu ekki stöðvuð myndu þau vinda upp á sig og dreifast til annarra ríkja í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig: Innrás yrði gífurlega erfið og framhaldið ekki síður Einn talsmanna Hamas-samtakanna, sem stjórna Gasaströndinni, sagði Sky í dag að um fimmtíu af þeim minnst 224 gíslum sem Hamas-liðar tóku í árásinni á Ísrael þann 7. október, hafi fallið í loftárásum Ísraela. AP fréttaveitan segir loftárásir sem gerðar voru í dag hafa hæft flóttamannabúðir í Khan Younis í suðurhluta Gasa. Átta heimili í eigu sömu stórfjölskyldunnar hafi verið jöfnuð við jörðu og minnst fimmtán manns hafi fallið, þar af minnst einn drengur. Hafa dregið úr aðstoð Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið úr aðstoð sinni við íbúa á gasa, þar sem eldsneytisbirgðir þeirra eru að klárast. Því hefur þurft að draga úr stuðningi við sjúkrahús, þar sem álag er gífurlegt, og bakarí. BBC hefur eftir Julietta Touma, frá Sameinuðu þjóðunum, að aðstæðurnar á Gasaströndinni séu fordæmalausar. Verið sé að kyrkja tvær milljónir manna og lítil aðstoð berist þangað. „Við erum stærstu hjálparsamtökin og við erum á barmi þess að hætta aðstoð okkar. Okkur er meinað að gera það sem allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna hefur skipað okkur að gera. Það eina sem við biðjum um er að fá að vinna vinnuna okkar,“ sagði Touma. Yfirvöld í Ísrael hafa meinað flutning eldsneytis inn á Gasaströndina á þeim grundvelli að það gæti reynst Hamas-samtökunum vel.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira