Lítt þekkt baktería orsök fjöldadauða fíla í Afríku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2023 10:38 Það vakti strax athygli þegar fílarnir fundust að skögultennur þeirra höfðu ekki verið fjarlægðar og því ekki um veiðiþjófnað að ræða. epa/STR Vísindamenn telja sig mögulega hafa fundið svarið við því hvers vegna 350 fílar drápust í Botsvana árið 2020 og 35 í Simbabve. Fílarnir voru af báðum kynjum og á öllum aldri og sumir gengu í marga hringi áður en þeir féllu skyndilega niður. Engar augljósar vísbendingar voru um dánarorsök skepnanna en yfirvöld í Botsvana sögðu líklega um að ræða einhvers konar blábakteríusýkingu. Nú liggja hins vegar fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna að dauða fílanna má líklega rekja til lítt þekktrar bakteríu sem ber heitið Pasteurella Bisgaard taxon 45, sem hefur leitt til blóðsýkingar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að bakterían hafi leitt til dauða meðal fíla en vísindamennirnir telja mögulegt að hún hafi einnig verið orsakavaldur dauða fleiri fíla í nágrannaríkjum Botsvana. Aðstandendur skýrslu um málið sem birtist í Nature Communications segja um að ræða mikilvæga uppgötvun sem muni hafa áhrif á aðgerðir til að vernda tegundina, sem er í útrýmingarhættu. Afrískum fílum fækkar um 8 prósent á ári, aðallega vegna veiðiþjófnaðar. Stofninn telur nú aðeins um 350 þúsund villt dýr og niðurstöðurnar benda til þess að smitsjúkdómar séu enn ein hættan sem steðjar að fílnum. Pasteurella bakteríur hafa áður verið tengdar við dauða 200 þúsund saiga-antílópa í Kasakstan. Vísindamenn telja bakteríuna að finna í hálsi flestra, ef ekki allra, antílópa en að skyndileg hitaaukning hafi orðið til þess að bakterían barst út í blóðið og olli sýkingu. Bisgaard taxon 45 hefur einnig fundist í ljónum, tígrisdýrum, íkornum og páfagaukum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Botsvana Simbabve Dýr Dýraheilbrigði Vísindi Tengdar fréttir Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Engar augljósar vísbendingar voru um dánarorsök skepnanna en yfirvöld í Botsvana sögðu líklega um að ræða einhvers konar blábakteríusýkingu. Nú liggja hins vegar fyrir niðurstöður rannsókna sem sýna að dauða fílanna má líklega rekja til lítt þekktrar bakteríu sem ber heitið Pasteurella Bisgaard taxon 45, sem hefur leitt til blóðsýkingar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er að bakterían hafi leitt til dauða meðal fíla en vísindamennirnir telja mögulegt að hún hafi einnig verið orsakavaldur dauða fleiri fíla í nágrannaríkjum Botsvana. Aðstandendur skýrslu um málið sem birtist í Nature Communications segja um að ræða mikilvæga uppgötvun sem muni hafa áhrif á aðgerðir til að vernda tegundina, sem er í útrýmingarhættu. Afrískum fílum fækkar um 8 prósent á ári, aðallega vegna veiðiþjófnaðar. Stofninn telur nú aðeins um 350 þúsund villt dýr og niðurstöðurnar benda til þess að smitsjúkdómar séu enn ein hættan sem steðjar að fílnum. Pasteurella bakteríur hafa áður verið tengdar við dauða 200 þúsund saiga-antílópa í Kasakstan. Vísindamenn telja bakteríuna að finna í hálsi flestra, ef ekki allra, antílópa en að skyndileg hitaaukning hafi orðið til þess að bakterían barst út í blóðið og olli sýkingu. Bisgaard taxon 45 hefur einnig fundist í ljónum, tígrisdýrum, íkornum og páfagaukum. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Botsvana Simbabve Dýr Dýraheilbrigði Vísindi Tengdar fréttir Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Dularfullur fíladauði í Botsvana Rúmlega 350 fílar hafa drepist í norðurhluta Afríkuríkisins Botsvana síðustu mánuðina. Enn hefur ekki komið fram opinber skýring á dauða fílanna og hafa tafir orðið á sýnatöku fulltrúa yfirvalda. 2. júlí 2020 07:44