Tilfinningaríkt kvöld fram undan á Old Trafford bæði hjá Man. Utd og Orra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2023 13:01 Orri Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn. Hann fær vonandi að spila á móti Manchester United í kvöld. Getty/Lars Ronbog Manchester United og Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn mætast í kvöld á fyrra Meistaradeildarkvöldi vikunnar og það verða mörg augu á þessum leik í Manchester. United sem félag syrgir þessa dagana eina mestu goðsögnina í sögu félagsins og liðið er jafnframt að reyna að komast aftur á skrið eftir dapurt gengi í haust. Gengið í Meistaradeildinni er áhyggjuefni enda er liðið stigalaust á botni síns riðils. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði fallega um Sir Bobby Charlton heitinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Hann vonast til þess að Sir Bobby geti gefið leikmönnum innblástur til að komast loksins á blað í Meistaradeildinni. Erik ten Hag pays tribute to Sir Bobby Charlton pic.twitter.com/kGHwpLAnb4— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 23, 2023 Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FCK mæta á Old Trafford í kvöld í þriðju umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni en þetta verður fyrsti heimaleikur Manchester United síðan að Charlton féll frá 86 ára gamall. Charlton er af mörgum talinn besti leikmaðurinn í sögu Manchester United en hann var bæði hluti af Busby babes liðinu sem og liðinu sem reis upp eftir flugslysið í München og vann Evrópukeppni meistaraliða tíu árum síðar. Ten Hag býst við tilfinningaríku kvöldi á Old Trafford og segir að Bobby verði með þeim í anda í þessum leik. A bond that can never be broken United in every sense for Sir Bobby pic.twitter.com/QlDsKAbL3m— Manchester United (@ManUtd) October 23, 2023 „Hann gefur okkur mikinn innblástur á hverjum degi,“ sagði Erik ten Hag. „Hann er hér fyrir framan Old Trafford með þeim Denis Law og George Best [stytta]. Hann er alltaf með okkur. Ég er viss um að þetta verður tilfinningaríkt kvöld,“ sagði Ten Hag. Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn hefur ekkert farið leynt með það að hann er stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður því sérstök stund fyrir hann að fá mögulega spila á Old Trafford leikvanginum. Traditionen tro er vi dykket lidt ned i historien bag aftenens kamparena - et af de helt store og traditionsrige stadioner i fodboldverdenen. Man kommer ikke sovende til succes på The Theatre of Dreams! #fcklive https://t.co/t4ZCoVbKXY— F.C. København (@FCKobenhavn) October 24, 2023 Orri Steinn skoraði þrjú mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar en hefur bara fengið 30 mínútur í Meistaradeildarleikjum liðsins. Það væri mjög gaman fyrir þennan stórefnilega framherja ef Orri fengi að upplifa það að spila á móti United í meistaradeildinni á Old Trafford. FCK er stigi á undan Manchester United í riðlinum en efstu liðin eru Bayern München og Galatasaray.Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 18.50. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
United sem félag syrgir þessa dagana eina mestu goðsögnina í sögu félagsins og liðið er jafnframt að reyna að komast aftur á skrið eftir dapurt gengi í haust. Gengið í Meistaradeildinni er áhyggjuefni enda er liðið stigalaust á botni síns riðils. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, talaði fallega um Sir Bobby Charlton heitinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Hann vonast til þess að Sir Bobby geti gefið leikmönnum innblástur til að komast loksins á blað í Meistaradeildinni. Erik ten Hag pays tribute to Sir Bobby Charlton pic.twitter.com/kGHwpLAnb4— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 23, 2023 Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FCK mæta á Old Trafford í kvöld í þriðju umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni en þetta verður fyrsti heimaleikur Manchester United síðan að Charlton féll frá 86 ára gamall. Charlton er af mörgum talinn besti leikmaðurinn í sögu Manchester United en hann var bæði hluti af Busby babes liðinu sem og liðinu sem reis upp eftir flugslysið í München og vann Evrópukeppni meistaraliða tíu árum síðar. Ten Hag býst við tilfinningaríku kvöldi á Old Trafford og segir að Bobby verði með þeim í anda í þessum leik. A bond that can never be broken United in every sense for Sir Bobby pic.twitter.com/QlDsKAbL3m— Manchester United (@ManUtd) October 23, 2023 „Hann gefur okkur mikinn innblástur á hverjum degi,“ sagði Erik ten Hag. „Hann er hér fyrir framan Old Trafford með þeim Denis Law og George Best [stytta]. Hann er alltaf með okkur. Ég er viss um að þetta verður tilfinningaríkt kvöld,“ sagði Ten Hag. Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn hefur ekkert farið leynt með það að hann er stuðningsmaður Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður því sérstök stund fyrir hann að fá mögulega spila á Old Trafford leikvanginum. Traditionen tro er vi dykket lidt ned i historien bag aftenens kamparena - et af de helt store og traditionsrige stadioner i fodboldverdenen. Man kommer ikke sovende til succes på The Theatre of Dreams! #fcklive https://t.co/t4ZCoVbKXY— F.C. København (@FCKobenhavn) October 24, 2023 Orri Steinn skoraði þrjú mörk í undankeppni Meistaradeildarinnar en hefur bara fengið 30 mínútur í Meistaradeildarleikjum liðsins. Það væri mjög gaman fyrir þennan stórefnilega framherja ef Orri fengi að upplifa það að spila á móti United í meistaradeildinni á Old Trafford. FCK er stigi á undan Manchester United í riðlinum en efstu liðin eru Bayern München og Galatasaray.Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 18.50.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira