Erdogan leggur fram frumvarp um inngöngu Svía í Nató Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2023 07:03 Frumvarpið verður fyrst tekið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd þingsins áður en það fer til atkvæðagreiðslu. AP/Mindaugas Kulbis Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lagði í gær fram frumvarp fyrir tyrkneska þingið um aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Virðist síðasta hindrunin fyrir inngöngu Svía í Nató þannig úr vegi. Forsetinn hét því á ráðstefnu Nató-ríkjanna í júlí síðastliðnum að leggja fram frumvarp um aðild Svíþjóðar þegar þingið kæmi saman í október. Tyrkir hafa hingað til sett ýmsar kröfur sem skilyrði inngöngu Svía, meðal annars framsal Kúrda og hertar aðgerðir gegn Verkamannaflokki Kúrdistan. Nú þegar Erdogan hefur lagt frumvarpið fram er samþykkt þess aðeins formsatriði. Welcome that President Erdo an signed Sweden s ratification protocol to NATO and submitted it to the Grand National Assembly of Türkiye. Parliamentary procedures will now commence. We are looking forward to becoming a member of NATO.— SwedishPM (@SwedishPM) October 23, 2023 Ungverjaland á einnig eftir að samþykkja aðildarumsókn Svía en stjórnvöld þar í landi hafa ýmist haldið því fram að „tæknileg atriði“ hafi staðið því í vegi eða kvartað yfir gagnrýni Svía á stjórnarháttum í Ungverjalandi. Guardian segir flesta sem þekkja til mála hins vegar sammála um að Ungverjar muni ekki vilja standa einir í vegi fyrir því að Svíar fái inngöngu og muni því fylgja Tyrkjum að málum nú þegar þeir hafa gefið sig. Þá segja embættismenn innan Nató að yfirvöld í Ungverjalandi hafi ítrekað sagt að ríkið verði ekki síðast í röðinn til að leggja blessun sína yfir inngöngu Svíþjóðar. Þau voru enda fljót til að samþykkja aðild Finnlands þegar Tyrkir sögðust myndu gefa grænt ljós hvað það varðaði. Óvíst er hvenær málið verður afgreitt á tyrkneska þinginu en það þarf að fara fyrir utanríkismálanefnd þingsins áður en það verður tekið til atkvæðagreiðslu. Tyrkland Svíþjóð NATO Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira
Forsetinn hét því á ráðstefnu Nató-ríkjanna í júlí síðastliðnum að leggja fram frumvarp um aðild Svíþjóðar þegar þingið kæmi saman í október. Tyrkir hafa hingað til sett ýmsar kröfur sem skilyrði inngöngu Svía, meðal annars framsal Kúrda og hertar aðgerðir gegn Verkamannaflokki Kúrdistan. Nú þegar Erdogan hefur lagt frumvarpið fram er samþykkt þess aðeins formsatriði. Welcome that President Erdo an signed Sweden s ratification protocol to NATO and submitted it to the Grand National Assembly of Türkiye. Parliamentary procedures will now commence. We are looking forward to becoming a member of NATO.— SwedishPM (@SwedishPM) October 23, 2023 Ungverjaland á einnig eftir að samþykkja aðildarumsókn Svía en stjórnvöld þar í landi hafa ýmist haldið því fram að „tæknileg atriði“ hafi staðið því í vegi eða kvartað yfir gagnrýni Svía á stjórnarháttum í Ungverjalandi. Guardian segir flesta sem þekkja til mála hins vegar sammála um að Ungverjar muni ekki vilja standa einir í vegi fyrir því að Svíar fái inngöngu og muni því fylgja Tyrkjum að málum nú þegar þeir hafa gefið sig. Þá segja embættismenn innan Nató að yfirvöld í Ungverjalandi hafi ítrekað sagt að ríkið verði ekki síðast í röðinn til að leggja blessun sína yfir inngöngu Svíþjóðar. Þau voru enda fljót til að samþykkja aðild Finnlands þegar Tyrkir sögðust myndu gefa grænt ljós hvað það varðaði. Óvíst er hvenær málið verður afgreitt á tyrkneska þinginu en það þarf að fara fyrir utanríkismálanefnd þingsins áður en það verður tekið til atkvæðagreiðslu.
Tyrkland Svíþjóð NATO Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Fleiri fréttir Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Sjá meira