Lítil hjálp í mjög takmörkuðu magni neyðarbirgða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2023 20:37 Ísraelsk stjórnvöld hafa kallað eftir sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki komið nálægt sendingum á neyðarbirgðum. EPA Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var í morgun hleypt yfir Rafah-landamærin, landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar, í fyrsta skiptið síðan Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði á hendur Palestínu fyrir tveimur vikum. Ríflega tvö hundruð flutningabílum hafi verið komið fyrir við landamærin Egyptalandsmegin með um það bil þrjú þúsund tonn af neyðarbirgðum innanborðs. Af þeim tvö hundruð bílum var einungis tuttugu hleypt yfir landamærin. Hjálparstarfsmenn segjast ekki búast við annarri sendingu af neyðarbirgðum fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Ísraelsk yfirvöld hafa krafist þess að fá sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki lagt hald á sendingarnar, áður en þau heimila fleiri sendingar. Embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að staðfesting á því væri í ferli. Hjálparsamtök eru enn í samningaviðræðum við ísraelsk yfirvöld um að fá að flytja eldsneyti yfir landamærin, sem er nauðsynlegt svo hægt sé að halda sjúkrahúsum og dælikerfum gangandi. Fimm hundruð flutningabílar daglega fyrir stríð António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsótti Rafah-landamærin á föstudag. Á friðarfundi í Kaíró í dag sagði hann að brýnt sé að tryggja íbúum Gasa stöðuga aðstoð og eins mikla og þörf krefur. Þá kallaði hann eftir mannúðarvopnahléi til þess að bjarga íbúum Gasa frá ástandi sem hann lýsti sem martraðarkenndu. Riham Jafari, samskipta- og hagsmunastjóri ActionAid hjálparsamtakanna, sagðist á ráðstefnunni fagna þeirri hjálp sem borist hefur íbúum á Gasasvæðinu. „En það er ljóst að það sem var afhent í dag er varla dropi í hafið. Áður en stríðið hófst komu að jafnaði um fimm hundruð flutningabílar yfir landamærin á hverjum degi og veittu íbúum Gasa, sem þegar stóðu frammi fyrir mannúðarkrísu, lífsnauðsynjar,“ sagði Jafari. „Auk þess komu flutningabílarnir ekki með eldsneyti sem er nauðsynlegt til þess að knýja rafmagnið á spítölunum áfram, halda sjúkrabílum gangandi og pumpa vatni upp úr jörðinni,“ bætti hann við og gerði í kjölfarið ákall eftir vopnahléi. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46 Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum var í morgun hleypt yfir Rafah-landamærin, landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar, í fyrsta skiptið síðan Benjamin Netanjahú forsætisráðherra Ísraels lýsti yfir stríði á hendur Palestínu fyrir tveimur vikum. Ríflega tvö hundruð flutningabílum hafi verið komið fyrir við landamærin Egyptalandsmegin með um það bil þrjú þúsund tonn af neyðarbirgðum innanborðs. Af þeim tvö hundruð bílum var einungis tuttugu hleypt yfir landamærin. Hjálparstarfsmenn segjast ekki búast við annarri sendingu af neyðarbirgðum fyrr en í fyrsta lagi á mánudag. Ísraelsk yfirvöld hafa krafist þess að fá sönnun fyrir því að Hamas hafi ekki lagt hald á sendingarnar, áður en þau heimila fleiri sendingar. Embættismaður Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að staðfesting á því væri í ferli. Hjálparsamtök eru enn í samningaviðræðum við ísraelsk yfirvöld um að fá að flytja eldsneyti yfir landamærin, sem er nauðsynlegt svo hægt sé að halda sjúkrahúsum og dælikerfum gangandi. Fimm hundruð flutningabílar daglega fyrir stríð António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna heimsótti Rafah-landamærin á föstudag. Á friðarfundi í Kaíró í dag sagði hann að brýnt sé að tryggja íbúum Gasa stöðuga aðstoð og eins mikla og þörf krefur. Þá kallaði hann eftir mannúðarvopnahléi til þess að bjarga íbúum Gasa frá ástandi sem hann lýsti sem martraðarkenndu. Riham Jafari, samskipta- og hagsmunastjóri ActionAid hjálparsamtakanna, sagðist á ráðstefnunni fagna þeirri hjálp sem borist hefur íbúum á Gasasvæðinu. „En það er ljóst að það sem var afhent í dag er varla dropi í hafið. Áður en stríðið hófst komu að jafnaði um fimm hundruð flutningabílar yfir landamærin á hverjum degi og veittu íbúum Gasa, sem þegar stóðu frammi fyrir mannúðarkrísu, lífsnauðsynjar,“ sagði Jafari. „Auk þess komu flutningabílarnir ekki með eldsneyti sem er nauðsynlegt til þess að knýja rafmagnið á spítölunum áfram, halda sjúkrabílum gangandi og pumpa vatni upp úr jörðinni,“ bætti hann við og gerði í kjölfarið ákall eftir vopnahléi.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46 Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21. október 2023 08:46
Hamas segjast hafa sleppt bandarískum mæðgum Vígamenn Hamas segjast hafa sleppt tveimur gíslum, frá Bandaríkjunum, sem höfðu verið í haldi á Gasa síðan 7. október síðastliðinn. 20. október 2023 18:42
Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40