Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. október 2023 06:32 Þetta var í annað sinn sem Biden ávarpar þjóðina frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu. Getty/Jonathan Ernst Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. Í ræðu sinni sagðist forsetinn myndu fara fram á fjárframlög frá þinginu til handa bæði Ísrael og Úkraínu og þá fordæmdi hann gyðingaandúð og „íslamfóbíu“ heima fyrir. „Hamas og Pútín eru ólíkar ógnir en þær eiga þetta sameginlegt: Báðir vilja gjöreyða lýðræðislegu nágrannaríki,“ sagði Biden. Hamans hefði framið sannkölluð illvirki og að í heimsókn sinni til Ísrael í gær hefði hann hitt fyrir fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka. Auk þess að funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist Biden hafa átt samtal, líklega í gegnum síma, við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og ítrekað afstöðu Bandaríkjanna varðandi tveggja ríkja lausn á deilunni. Biden greindi einnig frá því að hann hefði rætt við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta nokkrum klukkustundum áður. „Ég veit að þessi átök kunna að virðast langt í burtu. Það er eðlilegt að spyrja hvernig þær varða Bandaríkin. Leyfið mér að segja ykkur hvers vegna velgengni Ísrael og Úkraínu skiptir öllu máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Sagan hefur kennt okkur að þegar hryðjuverkamenn gjalda ekki fyrir gjörðir sínar, þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir yfirgang sinn, þá valda þeir meiri kaos og dauða og eyðileggingu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnirnar gagnvart Bandaríkjunum og heiminum halda áfram að aukast.“ The terror and tyranny of Hamas and Putin represent different threats, but they both want to completely annihilate a neighboring democracy.Let me share with you why this is vital for America s national security: https://t.co/MoClTKCBCw— President Biden (@POTUS) October 20, 2023 Þá sagði forsetinn: „Forysta Bandaríkjanna er það sem heldur heiminum saman. Bandalög Bandaríkjanna eru það sem gerir okkur, Bandaríkin, örugg. Bandarísk gildi gera okkur að bandamanni sem aðrar þjóðir vilja vinna með. Að setja það allt í hættu ef við yfirgefum Úkraínu, ef við yfirgefum Ísrael, er ekki þessi virði.“ Biden sagði aðstoð við ríkin tvö „skynsamlega fjárfestingu“ sem myndi gefa vel í aðra hönd fyrir komandi kynslóðir hvað varðaði öryggi þeirra. „Bandaríkin eru enn leiðarljós heimsins,“ sagði forsetinn. „En tíminn skiptir öllu. Ég veit að við glímum við sundrung heima fyrir. Við verðum að komast yfir það. Við megum ekki láta smásmugulega og reiðilega flokkapólitík þvælast fyrir ábyrgð okkar sem mikil þjóð. Við megum ekki og munum ekki leyfa hryðjuverkamönnum eins og Hamas og Pútín að fara með sigur.“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegasti keppninautur Biden í forsetakosningunum á næsta ári, tjáði sig um ræðuna í gær og sagði Biden íkveikjusegg sem væri að lofa því að bjarga Bandaríkjamönnum frá heimi sem hann hefði sjálfur kveikt í. Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Í ræðu sinni sagðist forsetinn myndu fara fram á fjárframlög frá þinginu til handa bæði Ísrael og Úkraínu og þá fordæmdi hann gyðingaandúð og „íslamfóbíu“ heima fyrir. „Hamas og Pútín eru ólíkar ógnir en þær eiga þetta sameginlegt: Báðir vilja gjöreyða lýðræðislegu nágrannaríki,“ sagði Biden. Hamans hefði framið sannkölluð illvirki og að í heimsókn sinni til Ísrael í gær hefði hann hitt fyrir fólk sem væri að upplifa mikinn sársauka. Auk þess að funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist Biden hafa átt samtal, líklega í gegnum síma, við Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og ítrekað afstöðu Bandaríkjanna varðandi tveggja ríkja lausn á deilunni. Biden greindi einnig frá því að hann hefði rætt við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta nokkrum klukkustundum áður. „Ég veit að þessi átök kunna að virðast langt í burtu. Það er eðlilegt að spyrja hvernig þær varða Bandaríkin. Leyfið mér að segja ykkur hvers vegna velgengni Ísrael og Úkraínu skiptir öllu máli fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. „Sagan hefur kennt okkur að þegar hryðjuverkamenn gjalda ekki fyrir gjörðir sínar, þegar einræðisherrar gjalda ekki fyrir yfirgang sinn, þá valda þeir meiri kaos og dauða og eyðileggingu. Þeir halda áfram og kostnaðurinn og ógnirnar gagnvart Bandaríkjunum og heiminum halda áfram að aukast.“ The terror and tyranny of Hamas and Putin represent different threats, but they both want to completely annihilate a neighboring democracy.Let me share with you why this is vital for America s national security: https://t.co/MoClTKCBCw— President Biden (@POTUS) October 20, 2023 Þá sagði forsetinn: „Forysta Bandaríkjanna er það sem heldur heiminum saman. Bandalög Bandaríkjanna eru það sem gerir okkur, Bandaríkin, örugg. Bandarísk gildi gera okkur að bandamanni sem aðrar þjóðir vilja vinna með. Að setja það allt í hættu ef við yfirgefum Úkraínu, ef við yfirgefum Ísrael, er ekki þessi virði.“ Biden sagði aðstoð við ríkin tvö „skynsamlega fjárfestingu“ sem myndi gefa vel í aðra hönd fyrir komandi kynslóðir hvað varðaði öryggi þeirra. „Bandaríkin eru enn leiðarljós heimsins,“ sagði forsetinn. „En tíminn skiptir öllu. Ég veit að við glímum við sundrung heima fyrir. Við verðum að komast yfir það. Við megum ekki láta smásmugulega og reiðilega flokkapólitík þvælast fyrir ábyrgð okkar sem mikil þjóð. Við megum ekki og munum ekki leyfa hryðjuverkamönnum eins og Hamas og Pútín að fara með sigur.“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og líklegasti keppninautur Biden í forsetakosningunum á næsta ári, tjáði sig um ræðuna í gær og sagði Biden íkveikjusegg sem væri að lofa því að bjarga Bandaríkjamönnum frá heimi sem hann hefði sjálfur kveikt í.
Átök í Ísrael og Palestínu Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira