Erlent

Dauða­leit að upp­reisnar­mönnum sem myrtu ný­gift hjón

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þjóðgarðurinn er vinsæll ferðamannastaður. Með hjónunum í för var úganskur leiðsögumaður.
Þjóðgarðurinn er vinsæll ferðamannastaður. Með hjónunum í för var úganskur leiðsögumaður. Getty/Giovanni Mereghetti

Forseti Úganda segir að dauðaleit standi yfir að mönnum sem taldir eru hafa myrt nýgift hjón, ferðamenn í brúðkaupsferð. Hann segir að öryggissveitir séu komnar á sporið. Bresk yfirvöld ráðleggja ríkisborgurum sínum að ferðast til tiltekinna svæða í Úganda.

Hjónin nýgiftu voru í brúðkaupsferð á vinsælum ferðamannastað í Úganda þegar þau voru myrt. Leiðsögumaður hjónanna var einnig myrtur og kveikt var í bifreiði þeirra. Hjónin voru frá Bretlandi og Suður-Afríku. 

Forseti landsins fordæmir morðin en segir ferðamannastaðinn, þjóðgarð sem nefndur er eftir Elísabetu heitinni Bretadrottningu, öruggan.

„Þessir hryðjuverkamenn munu fá að gjalda líku líkt. En dauðarefsingin sem þeir eiga yfir höfði sér mun ekki lækna öll sár. Hjónin eru farin og koma ekki aftur. Hjón sem ákváðu að velja Úganda, af öllum 193 löndum í heiminum, sem áfangastað fyrir brúðkaupsferðina. Embættismenn okkar í Bretlandi munu hafa samband við fjölskyldur látnu og veita þeim allan stuðning sem þau þurfa,“ segir Yoweri Museveni forseti Úganda.

Talið er að uppreisnarmennirnir, sem taldir eru tilheyra hryðjuverkahópnum ADF, hafi verið á flótta frá úganska hernum þegar þeir komu auga á hjónin og ákveðið að myrða þau. Hryðjuverkasamtökin hafa tengsl við ISIS og eru á lista yfir hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum og víðar.

Yfirvöld í Bretlandi hafa ráðið breskum ríkisborgurum frá því að ferðast til þjóðgarðarins, að því er fram kemur hjá CNN.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×