Fótbolti

Krossbandið slitið hjá Neymar sem verður lengi frá

Smári Jökull Jónsson skrifar
Neymar var miður sín þegar hann þurfti að yfirgefa völlinn í nótt.
Neymar var miður sín þegar hann þurfti að yfirgefa völlinn í nótt. Vísir/Getty

Knattspyrnumaðurinn Neymar er með slitið krossband og þarf að gangast undir aðgerð. Brasilímaðurinn verður frá í lengri tíma vegna meiðslanna.

Neymar meiddist í leik Brasilíu og Úrugvæ í nótt en Brasilía þurfti að sætta sig við 2-0 tap í leiknum. Brasilíska knattspyrnusambandið staðfesti í kvöld að eftir skoðanir hefði komið í ljós að Neymar væri með slitið krossband og þyrfti í aðgerð.

Neymar féll til jarðar í uppbótartíma fyrri hálfleiks og var borinn af velli með tárin í augunum. Hann fékk aðstoð við að komast til búningsklefa og sást síðan yfirgefa leikvanginn í Montevideo á hækjum.

Félagslið Neymar Al-Hilal staðfesti tíðindin einnig í kvöld en Neymar gekk til liðs við sádiarabíska félagið í sumar og skrifaði undir sannkallaðan risasamning.

Neymar hefur leikið 128 leiki fyrir brasilíska landsliðið og skorað í þeim 79 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×