Pólska ríkisstjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2023 13:26 Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur sem er búsett á Íslandi, segir að pólska samfélagið hafi verið virkjað til þátttöku í pólsku þingkosningunum í gær. Henni er létt yfir því að nú sé íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti í þrengri stöðu en áður en flokkurinn hefur vegið að mannréttindum síðan hann tók við stjórnartaumunum árið 2015. Það sem situr hvað mest í Suszko er þegar ríkisstjórnin herti lög um meðgöngurof en það hafi orðið til þess að stefna lífi vinkvenna hennar í hættu. Vísir/Getty/aðsend Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað. Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti hafa verið við stjórnvölinn í Póllandi síðan árið 2015 en nú er alls óvíst að flokkurinn geti áfram haldið um stjórnartaumana eftir kosningarnar. Flokkurinn er enn sá stærsti í landinu og er samkvæmt útgönguspá með 198 þingsæti sem er þó vel undir því sem þarf til að hafa meirihluta í þinginu. Flokkurinn er í tiltölulega þröngri stöðu en Jaroslaw Kaczyński, formaðurinn Laga og réttlætis þarf nú að finna samstarfsflokk til að mynda ríkisstjórn en möguleikarnir eru ekki margir. Fastlega er búist við að Kaczyński fái stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Póllands en hefð er fyrir því að stærsti flokkurinn fái umboðið að loknum kosningum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangurinn með Donald Tusk í broddi fylkingar, þykir hafa fremur góða stöðu en tveir aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafa lýst yfir áhuga á að vinna með Borgaravettvanginum í ríkisstjórn. Kjörsókn var í hæstu hæðum og mældist tæp 73% sem er met í Póllandi. Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur, þjóðfræðingur og eigandi Landstúlkunar, er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna Pólverjar flykktust að kjörkössunum í gær. „Lög og réttlæti hafa verið í ríkisstjórn í mjög langan tíma og fyrir þá sem ekki þekkja stjórnmálin í Póllandi þá hefur verið hægri stjórn og íhaldssemi. Það hafa komið upp mjög mörg stór mál sem voru andstæð Evrópusambandinu,“ segir Martyna og nefnir máli sínu til stuðnings bann við fóstureyðingum, hinseginandúð og innflytjendamál. „Fólk er búið að fá nóg af þessu og áttar sig á að kannski hafi það bara rétt til að tala um þetta.“ Martyna segir að innan pólska samfélagsins á Íslandi hafi farið fram átak í að virkja fólk til þátttöku í kosningunum sem höfðu til þess rétt. „Pólverjar á Íslandi eru almennt meira opnir og með vestrænan hugsunarhátt í mörgum málum eins og þegar kemur að fóstureyðingum, kvenréttindum og almennum réttindum. Grunnmannréttindi hafa kannski ekki alveg verið í fyrsta sætinu í Póllandi.“ Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti hafa verið við stjórnvölinn í Póllandi síðan árið 2015 en nú er alls óvíst að flokkurinn geti áfram haldið um stjórnartaumana eftir kosningarnar. Flokkurinn er enn sá stærsti í landinu og er samkvæmt útgönguspá með 198 þingsæti sem er þó vel undir því sem þarf til að hafa meirihluta í þinginu. Flokkurinn er í tiltölulega þröngri stöðu en Jaroslaw Kaczyński, formaðurinn Laga og réttlætis þarf nú að finna samstarfsflokk til að mynda ríkisstjórn en möguleikarnir eru ekki margir. Fastlega er búist við að Kaczyński fái stjórnarmyndunarumboðið frá forseta Póllands en hefð er fyrir því að stærsti flokkurinn fái umboðið að loknum kosningum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangurinn með Donald Tusk í broddi fylkingar, þykir hafa fremur góða stöðu en tveir aðrir stjórnarandstöðuflokkar hafa lýst yfir áhuga á að vinna með Borgaravettvanginum í ríkisstjórn. Kjörsókn var í hæstu hæðum og mældist tæp 73% sem er met í Póllandi. Martyna Ylfa Suszko, pólskur túlkur, þjóðfræðingur og eigandi Landstúlkunar, er ekki í nokkrum vafa um hvers vegna Pólverjar flykktust að kjörkössunum í gær. „Lög og réttlæti hafa verið í ríkisstjórn í mjög langan tíma og fyrir þá sem ekki þekkja stjórnmálin í Póllandi þá hefur verið hægri stjórn og íhaldssemi. Það hafa komið upp mjög mörg stór mál sem voru andstæð Evrópusambandinu,“ segir Martyna og nefnir máli sínu til stuðnings bann við fóstureyðingum, hinseginandúð og innflytjendamál. „Fólk er búið að fá nóg af þessu og áttar sig á að kannski hafi það bara rétt til að tala um þetta.“ Martyna segir að innan pólska samfélagsins á Íslandi hafi farið fram átak í að virkja fólk til þátttöku í kosningunum sem höfðu til þess rétt. „Pólverjar á Íslandi eru almennt meira opnir og með vestrænan hugsunarhátt í mörgum málum eins og þegar kemur að fóstureyðingum, kvenréttindum og almennum réttindum. Grunnmannréttindi hafa kannski ekki alveg verið í fyrsta sætinu í Póllandi.“
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18 Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum. 15. október 2023 21:18
Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49
Hálf milljón mótmælti stjórnvöldum Um hálf milljón Pólverja mótmæltu stjórnvöldum á götum úti í dag og kröfðust lýðræðisumbóta. Fyrrverandi forsætisráðherrann Donald Tusk segir um að ræða fjölmennustu mótmælin í landinu frá falli kommúnismans. 4. júní 2023 23:03