Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les fréttir í kvöld.
Telma Tómasson les fréttir í kvöld. Vísir

Öryggisráð Ísraels hefur lýst formlega yfir stríði í landinu. Minnst sjö hundruð Ísraelar eru látnir, aðeins lítill hluti þeirra hermenn, og fjögur hundruð Palestínumenn. Íslensk kona sem er búsett í Jerúsalem segir ástandið ekki hafa verið svona slæmt síðan í Jom kippúr stríðinu. Staðan sé martraðakennd. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við ungan mann, sem er dökkur á hörund, og var handtekinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Hann segir húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu og fer fram á miskabætur vegna málsins. 

Leit stendur enn yfir í húsarústum í vesturhluta Afganistan. Öflugir jarðskjálftar riðu yfir svæðið í gær og minnst tvö þúsund eru látnir að sögn ríkisstjórnar talíbana. Tíu þúsund er enn saknað.

Við lítum líka við á Kirkjubæjarklaustri þar sem uppbygging er í gangi. Íbúar segja mikla vöntun á húsnæði og nýbyggingarnar bæta miklu við.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×