Gagnrýnir regluverk deildarinnar eftir að stuðningsmaður lést Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2023 07:00 Richie Wellens ræðir við stuðningsmann sem gerði sér leið úr stúkunni til að láta vita af því sem var í gangi. Chris Vaughan/Getty Images Derek Reynolds, stuðningsmaður C-deildarliðs Leyton Orient á Englandi, lést á meðan leik liðsins gegn Lincoln stóð á þriðjudaginn var. Hann var 74 ára gamall. Richie Wellens, þjálfari Orient gagnrýnir regluverk deildarinnar sem kveður á um að leikurinn verði að halda áfram þó það sé verið að hjartahnoða einstakling á hliðarlínunni. Staðan var 1-0 Orient í vil þegar stuðningsmaður liðsins bað annan af aðstoðardómurum leiksins að stöðva leikinn svo hægt væri að sinna Reynolds sem var meðvitundarlaus. Læknateymi vallarins mætti en mínútu síðar var leikurinn farinn aftur af stað. Þá gerðu 20 manns sér leið úr stúkunni og á völlinn sjálfan þar sem þau settust niður í mótmælaskyni við að leikurinn færi fram á meðan það var verið að reyna hnoða lífi í Reynolds. Eftir að áhorfendurnir voru farnir aftur upp í stúku átti að halda leik áfram en markvörður Lincoln tók það ekki í mál. It was a horrific night."Leyton Orient fans stopped Tuesday's match against Lincoln City to try to save Derek Reynolds, who died after being taken ill in the stands at Brisbane Road. @TBurrows16 & @PJBuckinghamhttps://t.co/z7R2h3WOE8— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þetta var skelfilegt. Við vorum hinum megin á vellinum og dómarinn undirbýr sig fyrir að hefja leik að nýju. Á sama tíma er verið að hnoða manneskju sem er að berjast fyrir lífi sínu, þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði þjálfari Orient. „Ég vorkenndi dómaranum og fjórða dómara leiksins af því reglurnar segja að það verði að halda áfram en við verðum að stöðva leikinn og sjá til þess að það sé í lagi með stuðningsmanninn. Þetta var skelfilegt kvöld og skelfileg lífsreynsla. Þessar reglur ganga einfaldlega ekki upp.“ Á endanum ákvað dómarinn að senda bæði lið inn í klefa og flauta leikinn af, tæpri klukkustund eftir að hann var fyrst stöðvaður. Degi síðar staðfesti Orient að Reynolds hefði látið lífið. Hann hafði stutt félagið allt sitt líf. Leyton Orient Football Club is devastated to confirm that the supporter who was taken ill at Tuesday's game against Lincoln City has sadly passed away. Rest in peace, Derek — Leyton Orient FC (@leytonorientfc) October 4, 2023 Ekki er vitað hvenær leikurinn verður kláraður en staðan var 1-0 Orient vil þegar liðin gengu af velli. Fótbolti Enski boltinn Andlát Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjá meira
Richie Wellens, þjálfari Orient gagnrýnir regluverk deildarinnar sem kveður á um að leikurinn verði að halda áfram þó það sé verið að hjartahnoða einstakling á hliðarlínunni. Staðan var 1-0 Orient í vil þegar stuðningsmaður liðsins bað annan af aðstoðardómurum leiksins að stöðva leikinn svo hægt væri að sinna Reynolds sem var meðvitundarlaus. Læknateymi vallarins mætti en mínútu síðar var leikurinn farinn aftur af stað. Þá gerðu 20 manns sér leið úr stúkunni og á völlinn sjálfan þar sem þau settust niður í mótmælaskyni við að leikurinn færi fram á meðan það var verið að reyna hnoða lífi í Reynolds. Eftir að áhorfendurnir voru farnir aftur upp í stúku átti að halda leik áfram en markvörður Lincoln tók það ekki í mál. It was a horrific night."Leyton Orient fans stopped Tuesday's match against Lincoln City to try to save Derek Reynolds, who died after being taken ill in the stands at Brisbane Road. @TBurrows16 & @PJBuckinghamhttps://t.co/z7R2h3WOE8— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 „Þetta var skelfilegt. Við vorum hinum megin á vellinum og dómarinn undirbýr sig fyrir að hefja leik að nýju. Á sama tíma er verið að hnoða manneskju sem er að berjast fyrir lífi sínu, þetta var skelfileg tilfinning,“ sagði þjálfari Orient. „Ég vorkenndi dómaranum og fjórða dómara leiksins af því reglurnar segja að það verði að halda áfram en við verðum að stöðva leikinn og sjá til þess að það sé í lagi með stuðningsmanninn. Þetta var skelfilegt kvöld og skelfileg lífsreynsla. Þessar reglur ganga einfaldlega ekki upp.“ Á endanum ákvað dómarinn að senda bæði lið inn í klefa og flauta leikinn af, tæpri klukkustund eftir að hann var fyrst stöðvaður. Degi síðar staðfesti Orient að Reynolds hefði látið lífið. Hann hafði stutt félagið allt sitt líf. Leyton Orient Football Club is devastated to confirm that the supporter who was taken ill at Tuesday's game against Lincoln City has sadly passed away. Rest in peace, Derek — Leyton Orient FC (@leytonorientfc) October 4, 2023 Ekki er vitað hvenær leikurinn verður kláraður en staðan var 1-0 Orient vil þegar liðin gengu af velli.
Fótbolti Enski boltinn Andlát Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjá meira