Vísa 1,7 milljónum Afgana úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2023 10:49 Þessi mynd sýnir flóttafólk snúa aftur til Afganistan árið 2015, eftir að þau flúðu til Pakistan. Yfirvöld Í Pakistan ætla að vísa minnst 1,7 milljónum Afgana úr landi í næsta mánuði, fari þau ekki sjálfviljug. AP/Rahmat Gul Yfirvöld í Pakistan tilkynntu í gær að öllum ólöglegum flóttamönnum verði vísað úr landi strax í næsta mánuði. Þó Sarfraz Bugti, starfandi innanríkisráðherra Pakistans, segi að þessar aðgerðir beinist ekki gegn Afgönum er áætlað að þær muni leiða til þess að um 1,7 milljónir Afgana verði reknir úr landi. Mikill meirihluti flóttafólks í Pakistan er frá Afganistan og samband ríkjanna hefur versnað töluvert að undanförnu. Talibanar hafa tekið völd aftur í Afganistan og Pakistanar segja þá bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Pakistan. Ríkin deila 2.611 kílómetra landamærum og yfirvöld í Pakistan segja vígamenn koma frá Afganistan til að gera árásir og fara aftur yfir landamærin til að leita sér skjóls. AP fréttaveitan hefur eftir Bugti að flótta- og farandfólk sem sé í Pakistan ólöglega eigi að fara sjálfviljugt til síns heima fyrir lok þessa mánaðar. Þá segir hann að yfirvöld ætli að leggja hald á eigur ólöglegra innflytjenda og að settar verði upp sérstakar leiðir fyrir almenning til að benda á slíkar eigur og fá verðlaun fyrir. „Allir sem búa hér ólöglega verða að fara,“ sagði Bugti. Milljónir Afgana hafa flúið til Pakistan frá innrás og hernámi Sovétríkjanna frá 1979 til 1989. Talið er að minnst hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin frá því Talibanar tóku völd í ágúst 2021. Áætlað er að um 4,4 milljónir Afgana búi í Pakistan og þar af séu um 1,7 milljónir í landinu ólöglega. Um 2,4 milljónir Afgana hafa stöðu flóttafólks, samkvæmt Bugti. Zabihullah Mujahid, talsmaður ríkisstjórnar Talibana í Afganistan, segir ætlanir Pakistana óásættanlegar og þær þurfi að endurskoða. Hann segir flóttafólk frá Afganistan ekki bera ábyrgð á öryggisástandinu í Pakistan. Í frétt AP segir að við venjulegar kringumstæður séu svo stórar ákvarðanir ekki teknar á meðan starfandi ríkisstjórnir fara með völd í Pakistan. Ríkisstjórn Anwaarul-Haq-Kakar tók við völdum í ágúst og á að stýra landinu til næstu kosninga í lok janúar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær segir þó að þessi ákvörðun hafi verið studd af stjórnmálaleiðtogum Pakistan og forsvarsmönnum hersins. Blaðamaður AP ræddi við Fazal Rehman, 57 ára gamlan ávaxtasölumann, í borginni Peshawar. Sá flúði til Pakistan fyrir þremur áratugum og á börn sem hafa aldrei stigið fæti inn í Afganistan. Hann sagðist aldrei hafa séð tilgang í því að skrá sig hjá yfirvöldum í Islamabad og óttast að nú sé það of seint. Hann vonast til þess að honum og fjölskyldu hans verði ekki vísað úr landi eða í það minnsta að þau fái meiri tíma. Sagðir ætla að reka alla úr landi Í síðustu viku dóu minnst fimmtíu manns í sprengjuárás í mosku í borginni Mastung, sem er nærri landamærum Afganistan. Árásir í norðvesturhluta Pakistan hafa verið tíðar. Þær hafa verið gerðar af Pakistönskum Talibönum, vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum. Bugti segir að frá því í janúar hafi verið gerðar 24 sjálfsmorðsárásir í Pakistan, nærri landamærum Afganistan. Í meira en helmingi tilfella hafi árásarmennirnir komið frá Afganistan. BBC hefur eftir pakistönskum miðli að yfirvöld landsins stefni á að vísa öllum Afgönum úr landi á einhverjum tímapunkti. Það eigi jafnvel við fólk sem búi þar löglega. Pakistan Afganistan Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Mikill meirihluti flóttafólks í Pakistan er frá Afganistan og samband ríkjanna hefur versnað töluvert að undanförnu. Talibanar hafa tekið völd aftur í Afganistan og Pakistanar segja þá bera ábyrgð á fjölda hryðjuverkaárása í Pakistan. Ríkin deila 2.611 kílómetra landamærum og yfirvöld í Pakistan segja vígamenn koma frá Afganistan til að gera árásir og fara aftur yfir landamærin til að leita sér skjóls. AP fréttaveitan hefur eftir Bugti að flótta- og farandfólk sem sé í Pakistan ólöglega eigi að fara sjálfviljugt til síns heima fyrir lok þessa mánaðar. Þá segir hann að yfirvöld ætli að leggja hald á eigur ólöglegra innflytjenda og að settar verði upp sérstakar leiðir fyrir almenning til að benda á slíkar eigur og fá verðlaun fyrir. „Allir sem búa hér ólöglega verða að fara,“ sagði Bugti. Milljónir Afgana hafa flúið til Pakistan frá innrás og hernámi Sovétríkjanna frá 1979 til 1989. Talið er að minnst hundrað þúsund manns hafi flúið yfir landamærin frá því Talibanar tóku völd í ágúst 2021. Áætlað er að um 4,4 milljónir Afgana búi í Pakistan og þar af séu um 1,7 milljónir í landinu ólöglega. Um 2,4 milljónir Afgana hafa stöðu flóttafólks, samkvæmt Bugti. Zabihullah Mujahid, talsmaður ríkisstjórnar Talibana í Afganistan, segir ætlanir Pakistana óásættanlegar og þær þurfi að endurskoða. Hann segir flóttafólk frá Afganistan ekki bera ábyrgð á öryggisástandinu í Pakistan. Í frétt AP segir að við venjulegar kringumstæður séu svo stórar ákvarðanir ekki teknar á meðan starfandi ríkisstjórnir fara með völd í Pakistan. Ríkisstjórn Anwaarul-Haq-Kakar tók við völdum í ágúst og á að stýra landinu til næstu kosninga í lok janúar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í gær segir þó að þessi ákvörðun hafi verið studd af stjórnmálaleiðtogum Pakistan og forsvarsmönnum hersins. Blaðamaður AP ræddi við Fazal Rehman, 57 ára gamlan ávaxtasölumann, í borginni Peshawar. Sá flúði til Pakistan fyrir þremur áratugum og á börn sem hafa aldrei stigið fæti inn í Afganistan. Hann sagðist aldrei hafa séð tilgang í því að skrá sig hjá yfirvöldum í Islamabad og óttast að nú sé það of seint. Hann vonast til þess að honum og fjölskyldu hans verði ekki vísað úr landi eða í það minnsta að þau fái meiri tíma. Sagðir ætla að reka alla úr landi Í síðustu viku dóu minnst fimmtíu manns í sprengjuárás í mosku í borginni Mastung, sem er nærri landamærum Afganistan. Árásir í norðvesturhluta Pakistan hafa verið tíðar. Þær hafa verið gerðar af Pakistönskum Talibönum, vígamönnum Íslamska ríkisins og öðrum. Bugti segir að frá því í janúar hafi verið gerðar 24 sjálfsmorðsárásir í Pakistan, nærri landamærum Afganistan. Í meira en helmingi tilfella hafi árásarmennirnir komið frá Afganistan. BBC hefur eftir pakistönskum miðli að yfirvöld landsins stefni á að vísa öllum Afgönum úr landi á einhverjum tímapunkti. Það eigi jafnvel við fólk sem búi þar löglega.
Pakistan Afganistan Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira